solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Börnin

Heimagerð málning

Sólrún Diego September 27, 2017
Heimagerð málning

Í síðustu viku var Maísól heima með mér og langaði hana ekkert meira en að mála. Hún er sjúk í að lita og mála en því miður áttum við enga málningu. Ég fór á google og athugaði hvort það væri mikið mál að búa til einhverskonar heimagerða málningu og það virtist vera ekkert mál.

Það voru nokkur hráefni í þetta og tók bókstafleg nokkrar mínútur að búa slíka málningu til. Þessi málning hentar vel börnum þar sem öll hráefnin í málninguna er til matargerðar. Ekki að Maísól sé ennþá mikið að setja upp í sig en þá hentar þetta kannski yngri börnum líka.

 

Það sem þarf :
1 dl hveiti
2 dl vatn
Smá salt
Matarlitur

 
Aðferð :
Hveiti og vatni blandað saman í pott og hrært þangað til ákveðin leðja/deig verður til.
Saltinu hrært síðan við þegar blandan er tilbúin.
Smá af köldu vatni bætt út í og hrært þangað til áferðin verður eins og málning.
Blöndunni skipt í nokkrar skálar og mismunandi matarlitir settir í skálarnar til að fá liti.

Haustlitirnir voru svo fallegir  svo við drifum okkur út í að tína nokkur laufblöð sem ég ætlaði að líma á blaðið hjá henni en endaði síðan í allt öðru föndri. Maísól byrjaði að vilja bara mála laufblöðin sjálf og sulla með það. Ég leyfði henni að maka eins mikið af öllum litum og magni á eitt risa stórt laufblað og stimpluðum svo á hreint blað. Það kom mikið betur út en ég átti von á enda vakti það mikla lukku á meðal fylgjenda.

Heimagerð málning was last modified: September 27th, 2017 by Sólrún Diego
0 athugasemd
10
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Uppáhalds óléttuföt
næsta færsla
Matseðill

You may also like

Afmæli Maísólar

July 14, 2018

SNUDDUR

September 22, 2019

Merkimiðar

August 10, 2017

Að hætta með bleyju

March 4, 2018

Skírnarveisla

April 3, 2018

HÁRUMHIRÐA

November 25, 2019

Must Have

March 8, 2018

MINNINGAR RAMMI

September 23, 2019

Fyrstu dagarnir…

March 14, 2018

Barnaherbergi

August 29, 2017

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email