solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Börnin

Heimagerð málning

Sólrún Diego September 27, 2017
Heimagerð málning

Í síðustu viku var Maísól heima með mér og langaði hana ekkert meira en að mála. Hún er sjúk í að lita og mála en því miður áttum við enga málningu. Ég fór á google og athugaði hvort það væri mikið mál að búa til einhverskonar heimagerða málningu og það virtist vera ekkert mál.

Það voru nokkur hráefni í þetta og tók bókstafleg nokkrar mínútur að búa slíka málningu til. Þessi málning hentar vel börnum þar sem öll hráefnin í málninguna er til matargerðar. Ekki að Maísól sé ennþá mikið að setja upp í sig en þá hentar þetta kannski yngri börnum líka.

 

Það sem þarf :
1 dl hveiti
2 dl vatn
Smá salt
Matarlitur

 
Aðferð :
Hveiti og vatni blandað saman í pott og hrært þangað til ákveðin leðja/deig verður til.
Saltinu hrært síðan við þegar blandan er tilbúin.
Smá af köldu vatni bætt út í og hrært þangað til áferðin verður eins og málning.
Blöndunni skipt í nokkrar skálar og mismunandi matarlitir settir í skálarnar til að fá liti.

Haustlitirnir voru svo fallegir  svo við drifum okkur út í að tína nokkur laufblöð sem ég ætlaði að líma á blaðið hjá henni en endaði síðan í allt öðru föndri. Maísól byrjaði að vilja bara mála laufblöðin sjálf og sulla með það. Ég leyfði henni að maka eins mikið af öllum litum og magni á eitt risa stórt laufblað og stimpluðum svo á hreint blað. Það kom mikið betur út en ég átti von á enda vakti það mikla lukku á meðal fylgjenda.

Heimagerð málning was last modified: September 27th, 2017 by Sólrún Diego
0 athugasemd
10
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Uppáhalds óléttuföt
næsta færsla
Matseðill

You may also like

Að koma í veg fyrir lús

September 4, 2017

Afmæli Maísólar

July 14, 2018

Merkimiðar

August 10, 2017

HÁRUMHIRÐA

November 25, 2019

Barnalæsing á síma

July 31, 2017

Fæðingarsaga – Maron

February 26, 2018

Fæðingarsaga – Maísól

July 31, 2017

Blautþurrkur & Box

August 22, 2017

Must Have

March 8, 2018

ÞRIF Á MATARSTÓL

September 12, 2019

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email