solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Börnin

Að hætta með bleyju

Sólrún Diego March 4, 2018
Að hætta með bleyju

Þegar ég fór að huga að því að láta Maísól hætta með bleyju fannst mér ég alveg lost. Ég reyndi að googla einhverjar reynslusögur en fann ekkert sem hentaði og endaði á að spyrja vinkonur mínar í kringum mig hvernig þær hefðu snúið sér í þessu.

Ég fann það svo þegar ég talaði um á Snapchat að Maísól væri að hætta með bleyju að fleiri foreldrar væru pínu óöryggir með að prufa sig áfram. Við vorum löngu búin að kaupa kopp og sessu á klósettið en Maísól sýndi því engan áhuga og vildi alls ekki prufa sig áfram með koppinn eða klósettið. Auðvitað eru öll börn misjöfn og mis tilbúin í að hætta með bleyju og tókum við okkur 1-2 mánuði í að bjóða henni á hverjum degi að nota koppinn eða klósettið og kom það aldrei til greina hjá henni.

Þegar það voru síðan 3 vikur í settan dag hjá mér ákvað ég að prufa taka þetta bara ákveðið eins og við gerðum með snudduna. Ég útbjó umbunarkerfi fyrir næstu 3 vikur og keypti Trolls límmiða sem ég vissi að henni fyndist spennandi. Ég reyndi að gera umbunarkerfið eins einfalt og hægt væri enda er hún bara 2,5 árs og þurfti að skilja út á hvað það gengi en þetta sistem hjálpaði okkur Frans líka að fylgja því eftir að hafa hana bleyjulausa. Ég fann það að þetta var algjörlega hjá okkur líka að þora ekki með hana út bleyjulausa ef það myndi koma slys.

Umbunarkerfið virkaði þannig að þegar hún væri búin að vera bleyjulaus og safna 7 límmiðum fengi hún að fara í bíó, eftir 14 daga færum við í Smára Tivolí og 21 dag fengi hún að gista hjá ömmu sinni. Það varð strax mikill spenningur fyrir þessu og á hverju kvöldi áður en við lásum fyrir hana fékk hún að velja sér límmiða af spjaldinu sem henni þótti gríðarlega spennandi.

Þessi aðferð virkaði mjög vel fyrir hana og var hún strax til í að hætta með bleyjuna og varð virkilega stolt af sjálfri sér í hvert skipti sem hún pissaði. En hún var greinilega meira en tilbúin í þetta og skildi algjörlega út á hvað umbunarkerfið gekk enda hefur ekki komið slys nema einu sinni í leikskólanum þegar hún neitaði að fara með bleyju í hvíldina því hún hélt því fram að hún væri hætt með hana. Hún er sem sagt ennþá með bleyjuna í hvíldinni í leikskólanum og á nóttunni. Við ætlum að bíða aðeins með að taka af henni bleyjuna á nóttunni en þegar að því kemur þá hafði ég hugsað mér að láta hana pissa áður en hún fer að sofa og síðan halda á henni inn á klósett áður en við förum að sofa um miðnætti til að koma í veg fyrir að hún pissi undir yfir nóttina.

Ég vona að þetta komi einhverjum að góðum notum eða gefi einhverjum hugmyndir hvernig sé hægt að hvetja þau áfram í að þora hætta með bleyjuna en auðvitað eru þau öll misjöfn og mis tilbúin í svona breytingar <3

Að hætta með bleyju was last modified: March 4th, 2018 by Sólrún Diego
0 athugasemd
11
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Fæðingarsaga – Maron
næsta færsla
Must Have

You may also like

HÁRUMHIRÐA

November 25, 2019

Must Have

March 8, 2018

MINNINGAR RAMMI

September 23, 2019

Leikskóla undirbúningur

August 7, 2018

Barnalæsing á síma

July 31, 2017

Skírnarveisla

April 3, 2018

Ný svefnrútína

August 11, 2017

MERKTAR SNUDDUR

August 6, 2017

Blautþurrkur & Box

August 22, 2017

Barnaherbergi

August 29, 2017

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email