solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

BörninUncategorized

SNUDDUR

Sólrún Diego September 22, 2019
SNUDDUR

Ég elska auðveld ráð sem einfalda mér lífið aðeins.
Að sjóða snuddur er ekkert stórmál en að standa í því að ná vatni úr hverri einustu túttu er frekar þreytt! Þegar ég sýð snuddurnar þá set ég vatn í pott & læt suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp þá set ég snuddurnar ofan í og læt þar sjóða í góðan tíma. Það sem er trixið í þessu er að veiða snuddurnar upp úr pottinum aftur á meðan vatnið er ennþá að sjóða. Um leið & maður slekkur undir og tekur snuddurnar svo upp úr þá fer vatnið í tútturnar.

Eins & ég segi þá er þetta mjög auðvelt en auðveldar manni aðeins.
Ég sýð nýjar snuddur í 5 mínútur eða eftir leiðbeiningunum sem fylgja snuddunum en annars sýð ég þær í 3-4 mínútur.
Mikilvægt er að skoða snuðin vel, athuga hvort gat sé á túttunum og toga vel í tútturnar eftir suðu til að koma í veg fyrir að túttann detti af í notkun.

Hversu oft sýð ég snuddurnar?
Mér finnst þetta mjög mismunandi, núna þegar Maron er í leikskóla & snuddurnar eru að fara með honum í & úr leikskólanum sýð ég þær allar á föstudögum – bara eins & ég þvæ allt sem hann kemur með heim, kodda, teppi & bangsa.
En eins og í sumar þá voru snuddurnar lítið notaðar & notaði þær bara á meðan hann svaf – þá var ég að sjóða þær aðra hverja viku.

Ég sýð þær t.d. mikið oftar á meðan hann er veikur, búinn að vera veikur eða mikið kvefaður.

 

Ég er alltaf með merktar snuddur & panta þær hér 🙂


*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

SNUDDUR was last modified: September 22nd, 2019 by Sólrún Diego
0 athugasemd
1
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
HUMARPASTA
næsta færsla
MINNINGAR RAMMI

You may also like

HÁRUMHIRÐA

November 25, 2019

MERKTAR SNUDDUR

August 6, 2017

Fyrstu dagarnir…

March 14, 2018

Fæðingarsaga – Maron

February 26, 2018

Afmæli Maísólar

July 14, 2018

Að koma í veg fyrir lús

September 4, 2017

SUMARFRÍ

July 4, 2018

Leikskóla undirbúningur

August 7, 2018

Spítalataska

February 7, 2018

OSTASALAT

September 16, 2019

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • Email

@2017 - Sólrún Diego. Allur réttur áskilinn.


Fara efst