Frá því að Maísól var skírð 3ja vikna hef ég alltaf keypt allar snuddur á netinu. Mér finnst bara mikið þægilegra að panta nákvæmlega það sem ég vil og fá þetta sent heim í stað þess að þræða búðir og apótek í leit af snuddum.
Ég hef verið að panta ESSA snuddurnar sem eru með eins túttu og MAM og hafa þær aldrei klikkað í þessi 2 ár sem við höfum notað þær. Ég merki þær með nafninu hennar og kemur það sér mjög vel í leikskólann 🙂
Ég hef verið að panta 6-12 snuddur í einu og alls ekki verið að setja þær allar í notkun á sama tíma. Finnst bara gott að vita af einum pakka uppí skáp ef allt fer að týnast eins og á til að gerast!
Ég panta snuddurnar á þessari síðu – Mydummy – & týpan sem ég er með er þessi hér –> ESSKA
Ég hef verið að panta snuddurnar í transparent (glæru) en passa þarf að velja rétta túttu, þeas stærð og áferð (latex eða silikon) 😀 – En það tekur nokkra virka daga fyrir snuddurnar að koma heim.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*
4 athugasemdir
Snilld að vera með merkt snuð ég var einmitt að panta af danskri síðu esska snuð og þeir eru með 10% afslátt í ágúst með kóða sem þeir sýna á síðunni AUG2017 og svo frí sending ef maður pantar fyrir meira en x upphæð, bara svona ef einhver gæti nýtt sér það 🙂
http://www.navnesutten.dk
Navnesetten er einmitt sama síða bara á dönsku, en snilld 🙂
Hæ hæ og til lukku með allt saman
og þessa síðu lika en getur þu sett hér hvað síðan heitir sem þu keyptir boxin undir þurrkurnar.?
Ég pantaði það á babyshop.com 🙂