solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Flokkur:

Börnin

    Must Have
    Börnin

    Must Have

    Sólrún Diego

    Nú eru mjög skiptar skoðanir á því hvað maður þarf og þarf ekki fyrir fyrsta barn. Ég fékk oft að heyra það með Maísól að ég þyrfti ekki að eiga allt og hellingur af dóti sem ég átti væri algjör óþarfi vegna þess að einhver hafði ekki not fyrir það.

    Það er nógu stressandi að vera eignast sitt fyrsta barn og hvað þá að finnast maður ekki eiga allt og vera með allt tilbúið. Ég ákvað að vera með þá hluti sem ég taldi mig þurfa tilbúna þegar þegar ég átti Maísól og sé ekki eftir því þó vissulega hafi ég ekki notað allt eða ákveðna hluti eins mikið og ég taldi mig ætla gera.

    Ég er auðvitað sammála því að maður þurfi ekki að eiga allt sem er í boði eða allt það dýrasta og flottasta, alls ekki en maður verður svolítið að finna það hjá sjálfum sér hvað hentar manni í þessu hlutverki.

    Nú var ég að eignast mitt annað barn og eru fullt af hlutum sem ég er ekki með núna sem ég einfaldlega losaði mig við eftir að Maísól stækkaði vegna þess að ég hafði lítið not fyrir það. En eins og ég segi þá er þetta rosalega misjafnt hvað hentar hverjum og einum og á ég 100% eftir að komast að því núna næst hvað þau séu ólík og að ég þurfi allt aðra hluti núna en áður eða prufa eitthvað nýtt.

    Ég ætla deila listanum mínum hér sem mér finnst ,,ómissandi,, þegar maður er með lítið kríli og mun eflaust eitthvað bætast á þennan lista þegar líður á tímann enda þróunin hröð í þessum heimi og fullt nýtt sem ég hef ekki prufað 😀

     

     

    Babynest
    Mér finnst skipta máli að hægt sé að þvo utan af því eða setja það sjálft í þvottavélina, okkar er úr Petit og fæst hér!

    Kúruteppi
    Eitthvað sem veitir barninu öryggi þegar það sefur & fer frá foreldrum seinna meir.

    Teppi
    Gott að hafa það ekki of stórt, til að hafa með í bílstólinn og vagninn // 70 x 100cm er mjög góð stærð.
    En við fengum æðislegt teppi í fæðingargjöf sem við erum ekki búin að sleppa síðan hann fæddist, það er í fullkomnri stærð og yndislega mjúkt en það fæst hér! 

    Ömmustóll
    Stólar sem bjóða uppá titring & tónlist kom að mjög góðum notum hjá okkur.
    Við fengum geggjaðan stól úr Ólavíu & Oliver og hann elskar að vera í honum, hann fæst hér!

    Brjóstagjafapúði 
    Ég notaði hann mjög lítið með Maísól en finnst hann algjörlega ómissandi í brjóstagjöfinni núna. Einnig finnst mér gott að hafa hann þegar fólk kemur í heimsókn. Ég notaði hann mest fyrir Maísól þegar hún fór að sitja.

    Góð kerra
    Við erum búin að eiga nokkrar og loksins fundum við kerru sem hentaði okkur einstaklega vel. Reflex frá Silver Cross er búin að vera í notkun hjá okkur alveg þvílíkt mikið bæði farið marg oft með okkur erlendis, í ófáar kringluferðir & svo sefur Maísól í henni ennþá að verða 3ja ára um helgar. Kerran fæst hér!

    Ullarföt
    Ullarföt finnst mér must í vagninn sama hvernig veðrið er, ég var með samfellu og sokkabuxur eða leggins alveg fyrsta árið og svaf Maísól alltaf í því. Þau svitna ekki í ullinni og kemur þá í veg fyrir að þeim verði kalt. Við höfum bestu reynsluna af ullarfötum úr Name it & Ullarkistunni.

    Barnapíutæki
    Fyrst vorum við bara með gamalt barnapíutæki sem virkaði fínt en á endanum gaf upp öndina. Við fengum okkur þá aðeins tæknilegra og fannst mér þá alveg ómissandi að sjá hitastigið á tækinu þegar hún svaf úti í vagni. Þetta er eitt af því sem við notuðum alveg fyrstu 2,5 árið bæði í vagninn og þegar hún fór yfir í sér herbergi á nóttunni. Mæli einnig með að vera með tæki sem getur verið i sambandi og fyrir batterí. Við vorum með Angel Care & reyndist það okkur mjög vel.

    Góður útigalli
    Við notuðum primaloft galla mjög mikið yfir ullarfötin fyrir Maísól í vagninn og erum við með einn slíkan núna fyrir hann sem við munum koma til með að nota í bílstólinn og vagninn.

    Spegill í bílinn

    Góð brjóstainnlegg

    Lansinoh Brjóstakrem

    Taubleiur

    Náttgallar ekki með áföstum sokkum

    En það sem við erum með nýtt fyrir hann sem við vorum ekki með fyrir Maísól er bleiutunna & bílstólapoki. Ég var alltaf á leiðinni að kaupa bleiutunnu fyrir Maísól en það var ekki eins vinsælt þá og er núna þar sem langt er að fara út með ruslið hjá okkur og hendi ég bleyjunum ekki í ruslið inni. Sama með bílstólapokann, Maísól er fædd í júlí og fannst mér ég ekki þurfa slíkan poka þá en öðruvísi aðstæður núna.

     

    Ég mæli klárlega með því að kaupa ekki allt heldur gera góðan lista yfir það sem hægt er að fá í fæðingar- & skírnargjafir. Mikið af þessum hlutum sem maður þarf alls ekki strax og er gott að fá í gjafir og dreifa á mánuðina á meðgöngunni svo útgjöldin dreifist. Best er auðvitað fá sem mest lánað enda eru þau svo fljót að stækka. 🙂

     

     

     

    *Þessi færsla er ekki kostuð eða í samstarfi*

    Must Have was last modified: March 8th, 2018 by Sólrún Diego
    March 8, 2018 2 athugasemdir
    5 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Börnin

    Að hætta með bleyju

    Sólrún Diego March 4, 2018

    Þegar ég fór að huga að því að láta Maísól hætta með bleyju fannst mér ég alveg lost. Ég reyndi…

    11 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninMeðgangan

    Fæðingarsaga – Maron

    Sólrún Diego February 26, 2018

    Mig langaði að deila með ykkur fæðingarsögunni minni þar sem ég veit að mörgum finnst gaman að heyra allskonar tengt…

    151 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Börnin

    Spítalataska

    Sólrún Diego February 7, 2018

    Á fyrri meðgöngu var ég ekkert að stressa mig á að skrifa hjá mér hvað ég ætlaði að taka með…

    11 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Börnin

    Heimagerð málning

    Sólrún Diego September 27, 2017

    Í síðustu viku var Maísól heima með mér og langaði hana ekkert meira en að mála. Hún er sjúk í…

    10 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninHúsráð

    Að koma í veg fyrir lús

    Sólrún Diego September 4, 2017

    Ég vann í mörg ár með börnum og var ég alltaf mikið í kringum lús og njálg og allt þetta…

    5 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninHeimilið

    Barnaherbergi

    Sólrún Diego August 29, 2017

    Eftir að við máluðum alla íbúðina og herbergið hennar Maísólar varð alveg hvítt fannst mér það verða mikið stærra og…

    9 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Börnin

    Blautþurrkur & Box

    Sólrún Diego August 22, 2017

    Nú er ég búin að gera blautþurrkurnar sjálf sem við notum fyrir Maísól í rúmlega 2 ár. Það eru nokkrar…

    9 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninLífið & tilveranVeislur

    Afmæli Maísólar

    Sólrún Diego August 13, 2017

    Loksins fékk Maísól afmælisveisluna sína en hún varð 2ja ára 13.júlí þegar við vorum á Ítalíu. Hún er mikið búin…

    43 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Börnin

    Ný svefnrútína

    Sólrún Diego August 11, 2017

    Maísól hefur aldrei verið erfið með svefn og sofnaði alltaf sjálf og í sínu herbergi frá 6 mánaða þangað til…

    17 Facebook Twitter Google + Pinterest
Nýjar færslur
Eldri færslur

Sólrún Diego

Tuttugu & níu ára, tveggja barna móðir & eiginkona sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu & lífsstíl !

Vinsælast

  • 1

    Markmið & Skipulag

    August 31, 2017
  • 2

    Bananabrauð

    August 10, 2017
  • 3

    Kókoskúlur

    October 24, 2017

Instagram

Hafa samband

Facebook Instagram Email