solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

BörninHúsráð

Að koma í veg fyrir lús

Sólrún Diego September 4, 2017
Að koma í veg fyrir lús

Ég vann í mörg ár með börnum og var ég alltaf mikið í kringum lús og njálg og allt þetta sem fylgir þessum yndislegum börnum. Í fyrstu var ég alltaf stressuð um að fá lús þangað til ég uppgötvaði shampoo með tea tree olíu sem fælir lýsnar frá. Ég þvoði mér með því og hætti síðan með tímanum að spá í þessu.

Eftir að Maísól byrjaði á leikskóla eða fyrir um ári síðan fór ég aftur að spá í þessu með lúsina. Ég mundi eftir shampooinu en þar sem ég nota lítið shampoo í hárið á henni ákvað ég að setja tea tree olíu í sprey brúsann sem ég nota til að bleyta á henni hárið á morgnanna til að koma í veg fyrir að hún fái lús.

Þetta er mjög einföld lausn og blanda ég nýju vatni í brúsann kannski á 4-6 vikna fresti svo þetta er eitthvað sem maður þarf lítið að spá í. En fyrir þá sem þola ekki lyktina af tea tree olíunni er rósmarín líka eitthvað sem lýsnar eiga fælast. Einnig er eins og ég sagði hægt að fá shampoo sem er með þessum lyktum eða setja nokkra dropa út í baðið hjá krökkunum eða jafnvel shampooið ef þið eruð að nota eitthvað sérstakt.

Við höfum hingað til sloppið við lús og held ég mikið í vonina þar sem þessi boðflenna er ekki skemmtileg. Ég hef verið að nota ilmdropana frá Now sem fást í helstu apótekum, heilsuhúsum, Hagkaup, Blómavali og fleiri stöðum. Einnig nota ég lavender olíuna frá now í ediksblönduna þar sem þessir dropar endast lengi í vatni, þeas lyktin og henta þeir vel.

Margir velta því fyrir sér hvort hárið lykti ekki af olíunni en ég hef ekki fundið hana hingað til, vissulega kemur aðeins lykt rétt á meðan maður spreyjar vatninu í hárið en hún gufar fljótt upp og verður bara fersk lykt af hárinu. Einnig kemur engin fita í hárið, sér ekkert á hárinu eftir að það þornar að olía hafi verið í blöndunni. En ég set 2-3 dropa út í einn brúsa af vatni sem eru kannski tæpir 500 ml.

*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

Að koma í veg fyrir lús was last modified: September 4th, 2017 by Sólrún Diego
0 athugasemd
5
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Matseðill
næsta færsla
London – Myndir

You may also like

HUMGMYNDIR MEÐ BÖRNUNUM

September 20, 2019

HÁRUMHIRÐA

November 25, 2019

Vikuþrif

July 31, 2017

Að hætta með bleyju

March 4, 2018

Must Have

March 8, 2018

Ediksblanda

August 11, 2017

SNUDDUR

September 22, 2019

SUMARFRÍ

July 4, 2018

MERKTAR SNUDDUR

August 6, 2017

Fæðingarsaga – Maron

February 26, 2018

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email