Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma hverju maður á að pakka í töskuna eftir gott frí og finnst mér gott að hafa þennan lista við hendina til að fara yfir svo að allt sé að sínum stað!
Einnig finnst mér gott að renna yfir hann þegar ég hef tekið allt úr töskunni og þvegið fötin eða tekið þau með í frí. Gott er að hafa í huga að foreldrum finnst mis mikil þörf á útifötum og er þetta enginn listi sem þarf að fara eftir heldur það sem hefur reynst okkur vel.
Einnig fer ég reglulega yfir að öll fötin sem fara í töskuna, bangsinn, skórnir & fötin sem ég sendi hana í leikskólann sé allt mjög vel merkt en ég hef alltaf pantað límmiðana á norskri síðu & hægt að skoða aðra færslu um þá hér! 😀
Leikskólataska
Sumar:
Þunn húfa
Vettlingar
Pollalúffur
Ullarsokkar x2
Flíspeysa / Prjónuð
Ullarföt / Flísföt
Pollagalli
Stígvél
Úlpa
Strigaskór
Léttur jakki
*Á sumrin þá fer hún í strigaskóm, jakka & með eyrnaband í leikskólann á morgnanna.
_____________________________________________
Vetur :
Lambhúshetta
Þunn húfa
Vettlingar x2
Lúffur
Ullarsokkar x2
Ullarföt / flísföt
Þykk peysa – Flís eða prjónuð
Pollagalli
Stígvél
Kuldagalli
Kuldaskór
Úlpa
*Á veturna fer hún í úlpu, skóm & með húfu í leikskólann á morgnanna.
____________________________________________________
Aukaföt
Nærföt / samfellur x2 s
Sokkar x2
Buxur / leggings x2
Bolur / peysa x2
& svo auðvitað bangsi eða annað sem barnið er með í hvíldinni ef það sefur í leikskólanum.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*