solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

BörninHeimilið

Barnaherbergi

Sólrún Diego August 29, 2017
Barnaherbergi

Eftir að við máluðum alla íbúðina og herbergið hennar Maísólar varð alveg hvítt fannst mér það verða mikið stærra og aðeins tómlegt. Ég var lengi að hugsa hverju mig langaði að bæta við herbergið en ég er alls ekki mikið fyrir að hafa of mikið af dóti heima hjá mér.

Ég lá aðeins yfir Pinterest til að fá hugmyndir og punktaði hjá mér jafn óðum hvernig liti ég vildi halda mig við og hvaða stíl. Þar sem rúmið og eldhúsið hennar er í svipuðum stíl ákvað ég að halda mig við það ásamt því að hafa allt hvítt áfram og bæta ljósbleikum lit við. Það sem mér finnst hentugt við að hafa allt hvítt er að það er auðvelt að skipta út bleika litnum í hvaða lit sem er fyrir lítinn pening.

Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og kostaði þetta okkur alls ekki mikinn pening en samtals var þetta um 13.000. Það sem við bættum við inn í herbergið var gólfmotta, náttborð, rúmföt, gardínur, spegill og hillur undir bækurnar hennar 🙂

Það kom mér á óvart hvað mottan og gardínurnar settu mikinn svip á herbergið en ég tók því miður ekki mynd áður en við settum mottuna inn til hennar. Ég ætla deila með ykkur nokkrum myndum bæði fyrir og eftir ásamt linkum á það sem við keyptum. 🙂

Það sem við keyptum í IKEA :
Motta
Hillur
Náttborð
Spegill
Gardínur
Gardínustöng
Rúmföt

En það sem ég fæ mikið af spurningum út í herbergið hennar þá ætla ég að deila því vinsælasta hér :
Eldhús – IKEA
Rúm – IKEA
Kommóða – IKEA
Loftljós – PIER
Stafaljós – Petit
Mynd fyrir ofan rúm – Petit
Mynd fyrir ofan bókahillur – Gunnarsbörn
Hilla á vegg – Söstrene Grene

Stafinn með M-inu á náttborðinu, fánaveifan & ramminn á vegghillunni gerði ég sjálf.

*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi við fyrirtæki*

Barnaherbergi was last modified: August 29th, 2017 by Sólrún Diego
0 athugasemd
9
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Matseðill
næsta færsla
Ný Gleraugu

You may also like

MINNINGAR RAMMI

September 23, 2019

Must Have

March 8, 2018

Afmæli Maísólar

August 13, 2017

Heimagerð málning

September 27, 2017

MERKTAR SNUDDUR

August 6, 2017

Að hætta með bleyju

March 4, 2018

SUMARFRÍ

July 4, 2018

Vikuþrif

July 31, 2017

SNUDDUR

September 22, 2019

Spítalataska

February 7, 2018

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email