Ég sýndi fyrir löngu á snapchat app sem ég var með í LG spjaldtölvu sem var barnalæsing. Ég er ennþá að fá spurningar út í það app & ákvað því að deila með ykkur á snapchat áðan hvernig ég læsi símanum og iPadinum okkar á mjög auðveldan hátt.
Þetta er ekkert sem maður þarf að downloada heldur er þetta bara í settings sem er mjög þægilegt. Maísól fær stundum að fara í Georgs appið & litabækur ásamt því að horfa á youtube í bílnum & þá kemur þetta sér að mjög góðum notum. Ég hef alveg lent í því að hún svari mailum og facebook skilaboðum fyrir mig áður en ég kynnti mér þessar stillingar.
En hér fyrir neðan ætla ég að útskýra á sem auðveldastan hátt skref fyrir skref hvernig þú kveikir á þessum stillingum. En þegar þú hefur virkjað stillingarnar í iPhoneinum eða iPadinum þarftu ekki að gera það aftur heldur eru stillingarnar þá alltaf klárar og tekur enga stund að læsa símanum. Mjög hentugt fyrir óþolinmóð börn eins og mína! 😀
Leiðbeiningar iPhone
1. Settings
2. General
3. Accessibility
4. Guided Access -sett á On
5. Setja password
6. Fara inn í appið sem þú ætlar að læsa
7. Ýta 3x á home takkann og ýtja á start / ýta 2x á hliðar takkann á iPhone X
8. Gera passwordið sem þú valdir
Og þá ætti síminn að vera læstur í því appi 🙂
Fyrir þá sem eru með Android þá heitir appið sem við vorum með Touch Lock og þurfti að downloada því.
Hér getur þú séð linkinn til að sækja forritið og ég læt myndir fylgja með fyrir leiðbeiningar
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*