Þeir sem fylgja mér vitaað ég eeeelska ostapasta & sérstaklega pastað nr.15 á Ítalíu!!
Allavega… Ég hef í langan tíma verið að prufa mig áfram að finna auðvelda en góða uppskrift af ostapastasósu OG hún heppnaðist fullkomlega í kvöld, LOKSINS !!
Þessi uppskrift er afskaplega auðveld og eitthvað sem allir ættu að geta gert!
Það sem þarf:
BANDEROS Ostasósa ( Sjá mynd )
CHEDDAR &MOZZARELLA sósubréf ( sjá mynd )
3 dl mjólk
1 dl vatn
1 2 nautakraftur
1/2 tsk Cayenne pipar
Aðferð:
Sósubréfið sett í pott ásamt 3 dl af mjólk & 1 dl af vatni.
Suðan látin koma upp í 2 min og lækka svo undir.
Ostasósunni þá blandað saman við og hrært vel saman.
Kryddunum bætt við & passa að lata sósuna ekki sjóða eftir að ostasósunni hefur verið blandað saman við svo hún skilji sig ekki.
*Ég mæli ekki með því að blanda sósunni saman við allt pastað, það verður meira úr sósunni ef hver og einn setur sósuna sjálfur.
Ég steikti lauk og skinku með en það var síðan ofmat og þurfti alls ekki en ég elska Parmesan ost og hafði ég hann með. En næst mun ég klárlega gera heimatilbúið hvítlauksbrauð eins og ég gerði um daginn & ég skal deila þeirri uppskrift með ykkur við tækifæri <3
Þessi Ostasósa er mjög bragðgóð og hentar vel í þessa uppskrift.
Ostasósuna keypti ég í Krónunni, en hún fæst eflaust á fleiri stöðum.
Svo notaði ég svona sósubréf en það fæst í flestum matvörubúðum.
*Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi*