solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Börnin

Blautþurrkur & Box

Sólrún Diego August 22, 2017
Blautþurrkur & Box

Nú er ég búin að gera blautþurrkurnar sjálf sem við notum fyrir Maísól í rúmlega 2 ár. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég geri þær sjálf en eitt af því er að mér finnst gott að kaupa bara mikið magn af grisjum og eiga uppí skáp og þá klárast þær aldrei, alltaf til auka uppí skáp sem hægt er að græja. Annað er að leikskólinn fer fram á að maður komi með blautþurrkur sjálfur og er þá bara fínt að græja mikið magn í einu fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann.

Við höfum til dæmis aldrei lennt í því að Maísól brenni og tengi ég það við að grisjurnar eru það hreinar að það eru engin efni í þeim sem ergja húðina ef hún verður viðkvæm.

Boxin sem ég hef verið með eru nokkur en þau sem standa upp úr er box frá merki sem heitir Skip Hop og fæst hér en það nota ég í skiptitöskuna. Svo er ég með stórt box sem er algjör snilld en er frá merki sem heitir Ubbi og fæst hér.

Það eru til nokkrar aðferðir við að gera blautþurrkur en mér finnst þessi henta okkur langbest og ætla ég að deila henni hér, en uppskriftin miðast við einn pakka af grisjum.

Blautþurrkur
500 ml kalt vatn
1 msk kókosolía
2-3 dropar Lavender

Passa þarf að sjóða vatnið annað hvort sjóða allt saman eða sjóða vatnið fyrst og blanda svo saman. Ástæðan fyrir því að þurfi að sjóða saman er til að koma í veg fyrir að grisjurnar mygli og minnka svo líkur á sýkingarhættu. Einnig þarf að passa að nota ekki hvaða ilmdropa sem er, sumir eru alls ekki ætlaðir á viðkvæm svæði eins og piparmynta. Hægt er að lesa um ilmdropa á netinu.

Ekki er nauðsynlegt að nota ilmdropa né olíu. Sumir vilja bara nota vatn fyrstu vikurnar og eru margir sem mæla með því.
Einnig fæ ég oft spurninguna hvort það sé ekki hægt að nota þessa uppskrift til að taka af sér farða en ég hef ekki góða reynslu af því þar sem kókosolían er feit og getur valdið bólum. Ég er með aðra uppskrift af þurrkum sem ég nota til að taka af mér farðann og deili ég henni með ykkur við tækifæri.

Blautþurrkurnar hafa verið að geymast allt upp í 5-6 vikur hjá okkur en hef ekki geymt þær í lengri tíma vegna þess að þær klárast yfirleytt fyrir þann tíma.

Grisjurnar fást á mörgum stöðum en ég fer oftast í Rekstrarvörur eða Rekstrar Land og kaupi þar í miklu magni í einu en apótek og aðrar verlsanir selja grisjur líka.

*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

Blautþurrkur & Box was last modified: September 19th, 2017 by Sólrún Diego
0 athugasemd
9
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Steiktur fiskur
næsta færsla
Ferðataskan

You may also like

Merkimiðar

August 10, 2017

Afmæli Maísólar

July 14, 2018

Barnaherbergi

August 29, 2017

Heimagerð málning

September 27, 2017

HUMGMYNDIR MEÐ BÖRNUNUM

September 20, 2019

Spítalataska

February 7, 2018

Fæðingarsaga – Maísól

July 31, 2017

Skírnarveisla

April 3, 2018

Fæðingarsaga – Maron

February 26, 2018

Fyrstu dagarnir…

March 14, 2018

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email