Loksins fékk Maísól afmælisveisluna sína en hún varð 2ja ára 13.júlí þegar við vorum á Ítalíu. Hún er mikið búin að spyrja út í afmælið enda farin að hafa vit fyrir þessu öllu saman. Hún fékk reyndar afmæli í leikskólanum áður en sumarfríið byrjaði og sú var ánægð með sig! 😀
Í fyrra héldum við fyrsta barnaafmælið og það gekk ekki eins og planað var. Það var alltof mikið af fólki í of litlu rými og við Frans náðum ekki að njóta þess að vera með fólkinu okkar, bæði á haus að reyna græja og gera.
Ég ákvað eftir það afmæli að ég ætlaði að gera þetta allt öðruvísi með næsta afmæli. Ég til dæmis róaði mig algjörlega á veitingunum og bauð ekki uppá 100 tegundir af kökum og kræsingum sem mér fannst mikið betra. Við keyptum hamborgara og pulsur og byrjuðum að grilla á slaginu 2 þegar afmælið byrjaði. Þannig um leið og fólk fór að tínast inn fóru allir út í garð og fengu sér að borða. Þegar allir voru búnir að borða sungum við afmælissönginn og þeir sem höfðu smá pláss eftir fengu sér köku. Í fyrsta skipti á ævinni bakaði ég ekki fyrir afmæli en ég hef alltaf haft gaman af bakstri og bakað mikið í gegnum tíðina. Ógleðin er ennþá að bögga mig svo ég ákvað að kaupa allt og ekki græja neinn mat sjálf svo ég gæti notið sem mest með okkar fólki. Sé alls ekki eftir því.
Eftir grill og kökur buðum við krökkunum upp á ís en við fengum lánaðan hoppukastala hjá Camillu og Rabba sem var algjör snilld fyrir litlu krakkana og þeir eldri fengu trampólínið út af fyrir sig. Það rættist úr veðrinu og var þetta bara yndislegur dagur í alla staði.
Þið sem eruð að fara halda afmæli í fyrsta skipti er mitt tips til ykkar að vera með grill eða súpu fyrir fólkið og síðan 1-2 tegundir af kökum í desert, það sparar tíma og hellings stress að eitthvað sé að klárast. Enda situr maður uppi með mat fyrir 100 manns eftir slíkar veislur að mínu mati. Okkur fannst síðan henta vel að bjóða bara þeim sem við erum í mestum samskiptum við. Við buðum s.s. bara vinum sem eru með börn og síðan nánustu fjölskyldu sem við erum í miklu sambandi við og var það æði enda erum við umvafin yndislegu fólki ! <3
Kökuna fengum við hjá Sætum syndum en ég sendi þeim skilaboð með mynd í huga sem okkur langaði að fá. Þegar við fórum að sækja kökuna var ég í sjokki hvað kakan var flott og alveg eins og ég hafði beðið um! Ég er ekki mikið fyrir sykurmassakökur og bað ég bara um súkkulaði köku fyrir 15-20 manns með kremi og fengum við allar óskir okkar uppfylltar og vorum ekkert smá ánægð með kökuna. Hún var ekki bara falleg heldur ekkert smá góð sem skiptir mikið meira máli að mínu mati! 😀
Allt skrautið pantaði ég hjá Partý vörum og sótti síðan í búðina til þeirra í Garðabæ. Þær mæðgur sem eru með þessa búð eru yndislegar og fullar af hugmyndum sem nýtast mörgum. Þegar ég kom að sækja dótið sýndu þær mér allt sem þær höfðu í huga og notaði ég helling af þeirra hugmyndum. Svona persónuleg þjónusta finnst mér skipta miklu máli enda ekki í fyrsta skipti sem ég versla við þær.
Meiriháttar dagur í alla staði <3
*Kökuna & Skreytingarnar fengum við í gjöf frá Partý Vörum & Sætum Syndum*