Skápurinn inni í þvottahúsi hjá okkur er ekki alveg við hendina svo ég fékk mér lítið box á þvottaborðið með öllu sem ég nota tengt þvottinum. Þetta box er Kuggis eins og svo mörg á okkar heimili og hentar mjög vel undir allskonar dót. En þetta skipulag hentar mér mjög vel en mér finnst gott að hafa allt við hendina.
Í boxinu er ég með;
Þvottaefni
Matarsóda
Uppþvottalög
Borðedik
Þvottasprey
Ilmdropa
Tannbursta
- Boxið sem ég er með allt í er Kuggis úr IKEA eins og svo mörg box á heimilinu og er ég með 18x26cm stærðina í þvottahúsinu. Kuggis boxið fæst hér.
- Pumpurnar sem ég er með borðedikið og uppþvottalöginn eru sápupumpur sem eru staðsettar í eldhúsdeildinni í IKEA. Ég er með glæru týpuna en pumpurnar fást hér.
- Stóra glerkrukkan undir þvottaefnið er líka úr IKEA en það eru til nokkrar stærðir og er ég með 1,8l týpuna. Krukkan fæst hér.
- Svo er ég með litla krukku sem er úr Söstrene Grene en er einnig til sambærileg í IKEA.
- Þvottaspreyin eru blönduð með ilmdropum og vatni sett í lítla spreybrúsa úr Tiger.
- Ilmdroparnir sem ég nota eru frá Now og fást í flestum apótekum, heilsuhúsum & Blómavali. Mínir uppáhalds ilmir eru Spike Lavender & Tea Tree. Dropana nota ég stundum með í þvott & aðallega í ediksblönduna & þvottakröfuna til að fá góða lykt.
- Tannburstann nota ég til þess að ná sem mestum árangri í blettun og sé ég mikinn mun eftir að ég byrjaði að nota hann á bletti.
- Litlu skeiðarnar sem eru í þvottaefninu og matarsódanum eru úr Söstrene Grene en eru ekki fáanlegar lengur. Það eiga vera til sambærilegar í Byko & Fjarðarkaup.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*