Ég fæ mikið af spurningum tengdum hárinu á Maísól enda mikið að taka upp video af mér greiða henni & sýna margt tengt því. Það sem ég reyni að passa er að þvo það bara 1-2x í sinni í viku með shampoo. Ekki misskilja hún fer í bað/sturtu nánast daglega eða annan hvern dag en og hárið blotnar en ég þvæ það þá ekki með sápu í hvert skipti.
Þegar ég tala um að þvo á henni hárið þá nota ég líka næringu í það & inn á milli þegar ég þvæ það ekki þá nota ég leave in hárnæringu sem ég spreyja í það & greiði það blautt. Ég reyni að hugsa vel um hárið á henni enda finnst mér fátt skemmtilegra en að eiga smá stund með henni & fá að dúllast saman. En ég læt hana aldrei sofa með hárið laust & er hún mjög sjaldan með það laust.
En mig langar að svara algengustu spurningunum sem ég fæ reglulega & vonandi fá fleiri svör við sínum pælingum.
Hvaða shampoo & nærginu notarðu í hárið ?
Ég nota bara það sem ég nota í mig, ekkert sérstakt merki.
Hvaða leave in næringu notarðu?
Ég nota Milk Shake næringuna, elska líka lyktina af henni!
Notarðu eitthvað annað efni en shampoo & næringu í hana?
Ég hef notað olíu í endana ef það er mjög þurrt eftir sól eða klór í sundi annars bara leave in næringu.
Þegar þið farið í sund þværðu það þá ekki?
Ég hef verið að passa að þvo það mjög vel eftir sund til þess að ná öllum klórnum úr hárinu & næra það vel.
Ef hárið er extra þurrt eftir margar sundferðir eða sumar & sól þá hef ég þvegið það í sturtunni & skilið djípnæringu eftir í því & skolað hana svo úr daginn eftir eða eftir sundið.
Hvernig teygjur notarðu & finnst þér þær ekki festast?
Ég nota bæði gúmmí teygjur & venjulegar. Gúmmíteygjurnar eiga það til að límast í hárið & vont að láta taka þær úr en ég nota naglabandahníf við að skera á þær & þá finnur hún ekkert til og rífur ekkert hár með. En mér finnst mikilvægast að sofa ekki með gúmmíteygjurnar í hárinu til þess að koma í veg fyrir að hárið festist í teygjunum & nuddist við yfir nóttina.
Hversu oft ferðu með hana í klippingu?
Mér finnst mjög mismunandi hvað hárgreiðslufólk segir en ég er að fara með hana 2-3x á ári.
Situr hún alveg kyrr á meðan þú greiðir henni? / Hvernig færðu hana til að vilja láta greiða sér?
– Hún þekkir ekkert annað, ég hef greitt henni nánast upp á dag síðan hún var 6mánaða & er þetta svolítið okkar stund.
– Hún vandist þessu bara strax, henni finnst alls ekki leiðinlegt að láta greiða sér & er með sterkar skoðanir hvað hún vill fá í hárið hverju sinni & er þetta klárlega okkar tími saman á morgnanna.
– Ég byrjaði að greiða henni yfir morgun/hádegismatnum í fæðingarorlofinu & tók það þá svolitla athyglina frá hárinu, sumir nota spjaldtölvur, sjónvarp eða eitthvað annað til að dreifa athyglinni ef börn eru óþolinmóð eða vilja alls ekki láta greiða sér.
– Einnig virkar vel að sýna þeim myndir eða myndbönd af öðrum börnum í sömu aðstæðum & vilja þá oft gera eins 🙂
*Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi*