Þessi réttur varð til fyrir slysni í bóndadaginn & hefur því síðan þá verið kallaður ,,bóndadagskjúlli,, á mínu heimili. Þessi réttur klikkar aldrei & verður aldrei neinn afgangur af þessum þegar við höfum eldað hann.
Fyrir 4
ÞAÐ SEM ÞARF:
Bakki af kjúklingabringum
Beikon
Spínat
Villisveppaostur
Matreiðslurjómi
Sveppir
1x Laukur
Hvítlaukur
Nautakraftur
Kjúklingakrydd
AÐFERÐ:
1. Smjörsteikja sveppi, lauk & hvítlauk
2. Hella rjóma í pott & bræða sveppaost & nautakraft
3. Hella smjörsteikta grænmetinu í sósuna þegar osturinn er bráðinn
4. Steikja kjúklinginn aðeins á pönnu með kjúklingakryddi
5. Taka kjúklinginn af pönnunni & vefja um hann beikoni
6. Setja botnfylli af spínati í eldfast mót.
7. Kjúklingurinn lagður ofan á spínatið
8. Sósunni hellt yfir
9. Rifinn ostur settur yfir í lokinn
10. Sett í ofn í 20-30 mín á 180°& blástur
Ég ber þetta fram með parmessan & vöfflufrönskum.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*