ÞAÐ SEM ÞARF:
–
800 ml kjúklingasoð
1 stór & 1lítil dós kókosmjólk
500 gr kjúklingur
5 sveppir
5 hvítlauks geirar
1 msk chilli flögur
2 msk púðursykur
1/2 lime
1 msk fiskisósa
1 msk kókosolía
3 stilkar lemongrass
2 þumlar af galangal
6 kafir lime lauf
5 litlir rauðir chilli
Salt & pipar
AÐFERÐ:
–
1. Skera kjúkling í örþunnar sneiðar & steikja upp úr hvítlauk & chilli flögum. Þangað til að hann er ekki glær en ekki heldur eldaður í gegn. // Einnig hægt að nota 800ml vatn & 4 kjúklingateninga í staðinn fyrir kjúklingasoð.
2. Bæta við kjúklingasoði, lemongrass, galangal, kafír lime laufinu & chilli í pottinn með kjúklingnum. Látið malla í ca 10 mínútur. // Fyrir þá sem vilja hafa hana extra sterka er hægt að bæta Sirachasósu út í.
3. Eftir 10 mín. Bætið við kókosmjólkinni, púðursykrinum, sveppunum, lime, fiskisósu & salt og pipar eftir smekk. Látið sjóða í 3-5 mínútur í viðbót.
4. Galangal, lime laufið & lemongrassið veitt upp úr pottinum & súpan borin fram. Hægt er að skreyta diskana með kóríander, graslauk & lime.
Hægt er að kaupa lemongrass, lime lauf & galangal í asískum búðum – við fengum allt í versluninni í Fiska.
*Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi*