Ég elska auðveld ráð sem einfalda mér lífið aðeins.
Að sjóða snuddur er ekkert stórmál en að standa í því að ná vatni úr hverri einustu túttu er frekar þreytt! Þegar ég sýð snuddurnar þá set ég vatn í pott & læt suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp þá set ég snuddurnar ofan í og læt þar sjóða í góðan tíma. Það sem er trixið í þessu er að veiða snuddurnar upp úr pottinum aftur á meðan vatnið er ennþá að sjóða. Um leið & maður slekkur undir og tekur snuddurnar svo upp úr þá fer vatnið í tútturnar.
Eins & ég segi þá er þetta mjög auðvelt en auðveldar manni aðeins.
Ég sýð nýjar snuddur í 5 mínútur eða eftir leiðbeiningunum sem fylgja snuddunum en annars sýð ég þær í 3-4 mínútur.
Mikilvægt er að skoða snuðin vel, athuga hvort gat sé á túttunum og toga vel í tútturnar eftir suðu til að koma í veg fyrir að túttann detti af í notkun.
Hversu oft sýð ég snuddurnar?
Mér finnst þetta mjög mismunandi, núna þegar Maron er í leikskóla & snuddurnar eru að fara með honum í & úr leikskólanum sýð ég þær allar á föstudögum – bara eins & ég þvæ allt sem hann kemur með heim, kodda, teppi & bangsa.
En eins og í sumar þá voru snuddurnar lítið notaðar & notaði þær bara á meðan hann svaf – þá var ég að sjóða þær aðra hverja viku.
Ég sýð þær t.d. mikið oftar á meðan hann er veikur, búinn að vera veikur eða mikið kvefaður.
Ég er alltaf með merktar snuddur & panta þær hér 🙂
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*