Uppskrift fyrir 4-6
ÞAÐ SEM ÞARF :
500gr Humar
30gr Smjör
5 hvítlauksrif
2dl Hvítvín – Matreiðslu
Steinselja
500ml Rjómi
3dl Pastavatn
1msk Tómatpúrra
Kirsuberjatómatar / Má sleppa
Salt & pipar
Hvítlauksblanda (krydd)
Pasta Fettuccini 500gr
Spínat poki
Parmessan
AÐFERÐ :
-Humarinn smjörsteiktur ásamt hvítlauk og steinselju.
-Á síðustu mínútunum er hvítvíninu bætt út í & svo er humarinn tekinn frá.
-Vatni, tómatpúrrunni, rjómanum, tómötunum, salti & pipar, hvítlauksblöndu kryddinu svo bætt við á pönnuna og látið malla.
-Humrinum bætt á pönnuna og látinn vera á meðan pastað fær að sjóða.
-Pastanu bætt út á pönnuna (ég nota ferskt fettuccini frá Pastella) – þá á allt að vera komið á pönnuna.
-Ég set spínat og parmessan ost á alla diska þegar ég ber þennan rétt fram en það er ekki nauðsynlegt.
*Þessi fræsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*