Ég elska einfaldar uppskriftir & þessi er ein af þeim!
Ég hef sjaldan tíma í að standa yfir graut í langan tíma þó svo að hann sé líka góður svoleiðis – en þá er þessi alveg á pari við þá uppskrift en þessi uppskrift er fyrir ca 4-6.
Það sem þarf
1,5L Nýmjólk
3-4 dl hrísgrjón / grautarhrísgrjón
3-4 Smjörklípur
1 tsk kanill
Salt
Vanilludropar / vanillusykur eftir smekk en mér finnst gott að setja bæði
Aðferð
Ég blanda öllu í eldfast mót, set álpappír yfir mótið & inn í ofn í 1,5 tíma sirka (90mín) á 180°. En þá hræri ég upp í honum og smakka grjónin & tek stöðuna. Mér finnst fara aðeins eftir grjónum hversu lengi hann þarf að bakast.
Einnig er hægt að bæta við mjólk í hann þegar hann er tekinn út ef hann verður of þykkur.
Ekki láta ykkur bregða ef það komi himna yfir grautinn – fjarlægið hana bara, það hefur engin áhrif á grautinn.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*