Ég deildi lista á í fyrra með algengustu spurningunum eftir verslunarmannahelgina í fyrra á facebook síðuna mína en ætla hafa hann hér inni enda mikið aðgengilegra 🙂
Blóð í flík = Salt & kalt vatn – uppþvottalögur á rest ef allt fer ekki úr
Tyggjó = Klaki & plokka af & sítrónudropar á restina
Rauðvín = Hvítvín/kalt vatn & salt
Rauður Breezer = Uppþvottalögur
Grillolía = Uppþvottlalögur
Fitublettir / Matur = Uppþvottalögur
Grasgræna = Uppþvottalögur / mjólk
Sót = Uppþvottalögur / Hárlakk
Fíflamjólk = Hárlakk
Sápukúlublettir = Hárlakk
Túss = Hárlakk
Farði = Uppþvottalögur
Naglalakk = Hárlakk