Uppskriftir

Masaman kjúklingur

Uppáhalds Thailenski rétturinn minn er klárlega Masaman. Það skemmir ekki fyrir hversu auðvelt er að gera hann en ég ætla deila með ykkur uppskriftinni.

 

Það sem þarf : 
Einn bakki kjúklingur
10 Kartöflur
2 stórir laukar
1/2 Chilli
Smá engifer
1 Hvítlauks rif
1 msk Kókosolía
Kókos mjólk
Yellow curry paste
2 msk Púðursykur
2 msk fiskisósa
1/2 Sítróna/lime
1/2 grænmetiskraftur

 

Aðferð:
Sjóða kartöflur.

Skera hvítlauk, engifer & chilli smátt.

Steikja hvítlauk, engifer og chilli upp úr kókosolíu.

Bæta kjúklingnum við á pönnuna.

Þegar kjúklingurinn er orðinn ljós þá er paste-inu bætt við.

Þegar allt hefur mallað í 3-4 mín er kókosmjólkinni, lauknum, púðurskykrinum, fiskisósunni, sítrónunni, grænmetiskraftinum bætt út á pönnuna og látið sjóða þangað til laukurinn er orðinn mjúkur ca.15 min.

Kartöflunum er síðan bætt við þegar þær eru tilbúnar og látnar sjóða með í 5 mín.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *