Við skírðum miðvikudaginn fyrir páska 28.mars & heppnaðist dagurinn ekkert smá vel. Það var sjúklega þægilegt að vera með veisluna kl.17.30 og hafa allann daginn í stúss og græja fjölskylduna í rólegheitum. Við ákvaðum að vera með mat og kökur fyrir gesti vegna þess að veislan var svona í seinni kantinum.
Við pöntuðum smáborgara frá Fabrikkunni og verð ég að hrósa þjónustunni og hversu auðvelt það var að panta á netinu hjá þeim en maður getur séð fyrir hversu marga þeir áætla matinn svo maður panti rétt magn. En þeir kláruðust áður en ég gat tekið mynd af þeim enda sjúklega góðir. Gestirnir sem hrósuðu matnum töluðu um að Grísasborgarinn hafi staðið uppúr en hann rauk út! 😀
Hér er hægt að sjá hvernig ég gerði miðana á borðin & myndina á gestabókina ásamt fleiri hugmyndum.
Einnig vorum við með veitingar frá Sætum Syndum en við fengum frá þeim skírnarköku sem var guðdómleg súkkulaðikaka með smjörkremi, vanillu muffins með saltkaramellu fyllingu og smjörkremi & jarðaberjaturn sem sló mjög mikið í gegn og þá sérstaklega fyrir yngstu gestina. Það kom engin önnur skírnarkaka til greina hjá okkur eftir að við pöntuðum afmæliskökuna hennar Maísólar frá þeim síðasta sumar sem var svo sjúklega góð og stóðust veitingarnar frá þeim allar væntingar í þessari veislu líka!
Pinnann í kökuna með nafninu keypti ég hjá Hlutprent en það kostaði 3.800,- kr. Þau voru með hellings úrval af skriftum og litum og var ég mjög ánægð með útkomuna.
Allt skrautið í salnum ásamt blöðrunum er auðvitað frá Partý Vörum sem ég er svo lánsöm að fá alltaf með mér í lið þegar ég held afmæli eða veislur og get ég ekki dásamað þær mæðgur nóg. Þær eru alltaf með brilliant hugmyndir og útfæra allt sem ég bið þær um. Ég fó all in í blöðrum en ég var smá hrædd um að salurinn yrði hrár því hann er svo stór og hvítur og ég vildi ekki hafa of mikið af skrauti. Blöðrurnar á borðunum gáfu salnum ákveðna fyllingu og minnkaði hann örlítið sem var nákvæmlega það sem ég vildi.
Camilla benti mér á þennan sal sem fjölskyldan hennar rekur en hann er nýr og ótrúlega stílhreinn og fallegur. Við skoðuðum nokkra sali en þessi stóð áberandi uppúr. Amma hennar Camillu er auðvitað ein yndislegasta kona sem til er og hjálpaði okkur mikið fyrir veisluna og er alveg með allt á hreinu hvað skreytingar varðar enda sá hún um brúðkaupið hjá Camillu og Rabba og var það alveg uppá 10!! Salurinn er í Smárakirkju og er hægt að senda mail á veislusmari@veislusmari.is fyrir frekari upplýsingar.
Við vorum með eitt lag í skírninni eins og hjá Maísól en yndislega mágkona mín hún Silja söng Líf sem var ótrúlega fallegt. En í skírninni hjá Maísól söng hún Maístjörnuna og er það mitt allra uppáhalds enda heitir Maísól eftir því lagi <3 Hún tekur að sér að syngja við allskonar tilefnum eins og skírnarveislum, brúðkaupum, fermingum og öðru en best er að senda henni á facebook hér 🙂
Gestabókina gerði ég sjálf en mér þykir ótrúlega vænt um bókina sem ég gerði fyrir skírnina hennar Maísólar og ákvað að gera eins fyrir Maron. Bókina keypti ég í Föndru á um 800,- kr og límdi svo á hana mynd og skipti um borða í henni. Mér finnst hún koma ótrúlega vel út og gaman að geta skreytt allt sjálfur í sama stíl.
Kertið var ótrúlega einfalt en ég límdi bara á kertið límmiða sem ég keypti líka í Föndru á um 200 kr. og límdi svo lítil blóm sem ég átti á kertið til að poppa það aðeins upp.
Skírnarkjólinn prjónaði tengdamamma mín fyrir skírnina hjá Maísól og þykir mér ótrúlega vænt um hann. Ég treysti mér ekki í að gera slaufuna í hann sjálf og var bent á yndislega konu í Föndru þegar ég keypti borðann sem tekur að sér að gera svona slaufur en hún heitir Rósa og er að vinna í föndru. Efnið í slaufuna og vinnan kostaði rétt undir 2.000,- kr og var ég ótrúlega ánægð með slaufuna og litinn á borðanum.
Ég vona að þetta gefi einhverjum hugmyndir & mæli klárlega með að skoða Pinterest fyrir veisluhugmyndir.
*Veitingarnar & skrautið fengum við að gjöf*
4 athugasemdir
Sólrún Diego, thanks a lot for the article post.Much thanks again. Fantastic.
Takk fyrir <3
Æðislegt hjá þér 😊 Til hamingju með Maron 💙
Ótrúlega flott!
Langaði að athuga hvar fékkstu litlu blómin sem þú límdir á kertið og bókina <3 ?