Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að prufa mig áfram með allskonar salöt, hvort sem það er ostasalat eða túnfisksalat. Frans prufaði um daginn að setja sterka sósu og sterkt sinnep í túnfisksalat og kom það heldur betur á óvart. Síðan þá hefur þetta salat verið reglulega til hjá okkur enda sjúklega gott. Mér finnst salatið best með Finn Crisp kexinu en bragðið af kexinu tónar svo vel við salatið.
Mér finnst best að nota kotasælu í salatið en það er auðvitað hægt að prufa sig áfram með allskonar hugmyndir og einnig hægt að nota majónes eða sýrðan rjóma fyrir þá sem eru ekki fyrir kotasælu.
Uppskrift
1 lítil dós kotasæla
1 dós túnfiskur í olíu
2 egg // ekki nauðsynlegt
1 tsk Sriracha sósa
1 tsk Sterkt sinnep
Salt & pipar eftir smekk
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*