Þar sem ég er með mjög breiðan hóp á snapchatt finnst mér ekki viðeigandi að kæfa fólk þar í óléttufötum. Þannig ég ákvað að taka saman hér mínar uppáhalds óléttuflíkur og deila með ykkur ásamt linkum 😀
Ég keypti mér enga óléttuflík þegar ég var ólétt af Maísól en ákvað að reyna finna mér eitthvað sem hentar mér á þessari meðgöngu. Ég viðurkenni að mér finnst mjög erfitt að finna eitthvað sem heillar mig og minn stíl. Ég reyni að kaupa mér boli, kjóla og peysur með það í huga að ég geti notað það líka þegar ég er búin að eiga.
Þær síður sem ég skoða mest núna er Boohoo, Asos, New Look, H&M & TopShop 🙂
Þessi bolur er í mjög miklu uppáhaldi bæði innan undir jakka við buxur, undir kjóla & líka bara kósý heima. Hann kemur bara í einni stærð en er mjög teygjanlegur og efnið algjört æði! Hér getur þú skoðað bolinn.
Þessar sokkabuxur af Asos eru sjúklega þægilegar og ekki gegnsæjar, ég tók mínar í 200 denum eins og ég er vön að vera í hversdags. Það sem mér finnst best við þær er að þær haldast vel uppi og teygjan nær undir brjóstahaldarann svo það er enginn saumur sem kemur í gegn um bolinn eða kjólinn. Ég tók mínar í stærð S/M 🙂 Hér getur þú skoðað sokkabuxurnar.
Óléttubuxurnar sem ég nota hvað mest eru þessar MAMA super skinny úr H&M. Ég keypti þær hérna heima og eru mínar alveg svartar en ekki gráar eins og þessar á myndinni 🙂 Þær kostuðu 4.990 minnir mig og eru búnar að reynast mjög vel, ég tók mínar í stærð 34 og eru þær alveg þröngar og síðar 🙂 Þú getur skoðað buxurnar hér.
Síðan í Lodon keypti ég mér Joni buxurnar úr Topshop með meðgönguteygjunni en ég vissi ekki að Topshop væri með sér meðgöngudeild þar sem flestar buxurnar þeirra eru seldar bæði með lítilli teygju og teygju sem ná yfir alla kúluna. Ég mátaði nokkrar týpur og hentaði Joni með teygjunni yfir kúluna mér best og er ég mjög ánægð með þær. Ég tók mínar í stærð 8 en hefði þurft 6. Topshop framleiðir ekki ólétturbuxurnar í minna en 8 svo ég bíð eftir að kúlan stækki aðeins til að passa betur í teygjuna ! 😀 Þú getur skoðað buxurnar hér.
Ég var síðan að panta mér náttföt & aðeins meira af Asos og hlakka til að deila því með ykkur <3
xx
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*