solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Uppskriftir

Mexikó lasagna

Sólrún Diego August 9, 2017
Mexikó lasagna

Ég skil ykkur mjög vel að biðja mig um uppskriftina af þessum rétta enda er hann guðdómlegur!! Það sem ég elska við hann er hversu einfaldur og fljótlegur hann er! Ég gerði hann fyrst fyrir rúmri viku síðan og setti bara það sem ég átti til í skápunum í og það kom líka svona vel út 😀 !

Það sem ég nota er:
Tortilla kökur
Hakk
Ostasósa
Salsasósa
Kotasæla
Sýrður rjómi

Rifinn ostur
Svart doritos

Ég byrja á því að steikja hakkið en ég steiki það mjög vel svo það verði alls ekki slepjulegt 🙂
Ég krydda hakkið aðeins en það sem ég notaði núna var Cayenna pipar.
Ég set síðan stóra medium salsasósu út á hakkið á samt lítilli dós af kotasælu.
Ég hræri öllu saman og leyfi kotasælunni að bráðna aðeins við.
Síðan spreyja ég eldfast mót með olíu og set 2 tortilla kökur í botninn.
Ég maka síðan blöndunni yfir kökurnar og sletti vel af ostasósu yfir hakkið.
ég ríf síðan 1 tortillaköku í tvennt og set hana á milli og endurtek síðan með að setja hakkblönduna og ostasósuna yfir. Að lokum strái ég rifnum osti yfir allt saman en mér finnst ostasósa mjög góð svo ég set mikið af henni.
Þetta fer síðan inn í ofn á 200 og blástur í 5-7 mín eða þangað til að rifni osturinn er bráðinn.
Ég ber þetta síðan fram með salati og set sýrðan rjóma, ostasósu og svart doritos á toppinn, mmmmm !! 😀

**Það er líka mjög gott að setja rjómaost í botninn! 😀 **

*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

Mexikó lasagna was last modified: September 19th, 2017 by Sólrún Diego
2 athugasemdir
44
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Snuddur
næsta færsla
Mexikó pizza

You may also like

Sterkt túnfisksalat

March 14, 2018

OSTAPASTA

June 20, 2018

Stökkur sesamkjúlingur

July 31, 2017

Eggjanúðlur

July 31, 2017

Brún lagkaka

December 19, 2017

Daim ís

July 31, 2017

Masaman kjúklingur

April 4, 2018

Brauðstangir

February 11, 2018

Kókosbollu eftirréttur

July 3, 2018

Rauðlaukssulta

July 31, 2017

2 athugasemdir

Guðborg August 16, 2017 - 21:12

Hvernig ostasósu notar þú?

Reply
Sólrún Diego August 21, 2017 - 18:01

Mér finnst hún best í glerkrukkunni úr Bónus 🙂

Reply

Leave a Reply to Guðborg Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • Leikskóla undirbúningur

    August 7, 2018
  • Þjóðhátíð

    August 1, 2018
  • Útilegu blettaráð

    August 1, 2018
  • Afmæli Maísólar

    July 14, 2018

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • Email

@2017 - Sólrún Diego. Allur réttur áskilinn.


Fara efst