Frans er mjög duglegur að elda og allt sem hann gerir er gott! Hann gerði Indverskan kjúklingarétt í kvöld sem var ótrúlega góður og auðveldur. Við eldum mikið Indverskan og þá geri ég oftast heimagert nan með en í dag hafði ég ekki tíma í það og notaði tilbúið brauð sem ég hitaði.
Rauðlaukur & laukur skorinn niður og steiktur á pönnu.
Kjúklingurinn síðan steiktur á pönnu.
Kryddaður með Indverskri kryddblöndu
Öllu blandað saman og látið malla í 10-15 mínútur svo laukurinn verði mjúkur.
Best er að smakka og krydda þetta til eftir smekk
Ég hita brauðið á blæstri í ca 5-7 mín á 200°. Ég elska að setja smjör og salt með inn í ofn.
Þegar ég tek brauðið út þá krydda ég það aðeins með Garam masala en ég krydda réttinn einnig með því.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*