Eftir að ég borðaði hamborgarann á Sæta svíninu fyrst vaknaði áhugi minn á rauðlaukssultu!! Hamborgarinn þar plús beikon er klárlega einn sá besti!! Ég hef síðan verið mikill áhugamaður um slíkan lauk og gerðum við Frans svona sultu með jólamatnum og jiiiminnnnn hvað þetta var gott!!
Ég lá yfir skálinni og borðaði þetta eintómt, smurði á ristað brauð með smjöri og setti á kex með ostum!! Ég get ekki beðið eftir að gera hamborgara sjálf og maka þessu á !! 😀
Við fórum á stúfana og fundum margar girnilegar uppskriftir á netinu og stuttumst við við eina mjög góða sem ég fann eftir Mörtu Rún á Femme.is – En ég mæli klárlega með að skoða uppskriftirnar hennar þar!
Uppskriftin sem við gerðum hljómar svona :
5 Rauðlaukar
0,5 dl Balsamedik
0,5 dl Soyja sósa
100 gr. Púðursykur
2 msk Olía
Við skárum niður laukinn og settum hann ásamt olíunni í pott á vægan hita.
Laukurinn látinn malla í ca 30 mín eða þangað til hann er orðinn mjúkur.
Passa að hræra við og við svo laukurinn brenni ekki við.
Edikinu, púðursykrinum og soyja sósunni bætt við og sett á háan hita.
Þegar allt hefur náð suðu er sett á lægsta hita og látið malla í ca 30-40 min, þangað til mesti vökvinn hefur gufað upp.
Ég var lengi að leita að balsamikediki í búð svo ég ætla deila með ykkur mynd af því sem ég keypti. Þetta er staðsett hjá olíum í flestum matvörubúðum 🙂
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*