Þessir snúðar eru það fyrsta sem ég byrjaði að baka. Ég hef alltaf verið mikill kanilsnúða perri og dreymdi um að geta gert hinu fullkomnu snúða. Ég var lengi að reyna prufa mig áfram hvað mér fannst best. Snúðarnir hafa alltaf slegið í gegn í öllum ferðalögum, afmælum og veislum. Marg oft hef ég verið beðin um uppskriftina af þeim en hún var alltaf bara í hausnum á meðan ég var að komast upp á lagið með hvernig þeir voru bestir.
Þessi uppskrift er mjög þægileg og einföld ef ég segi sjálf frá. Eina sem er leiðinlegt er að deigið þarf að hefast en það er alveg þess virði. Ég geri deigið alltaf í hrærivél og finnst mér ómögulegt að reyna hnoða deigði sjálf.
UPPSKRIFT
DEIG :
850 gr. Hveiti
100 gr. Sykur
150 gr. Smjör/ Brætt eða við stofuhita
5 dl. Volg mjólk
1 tsk. Salt
5 tsk. Þurrger
1 tsk. Kanill
2 tsk. Vanillusykur
2 tsk. vanilludropar
FYLLING :
120 gr. brætt smjör
Kanilsykur
Mér finnst gott að seta 2 msk vanillusykur í kanilsykurblönduna
Aðferð
– Þurrgerið, 1 tsk sykur og volg mjólk er sett saman í skál og hrært til að vekja gerið.
Mjólkin má alls ekki vera of heit – bara volg.
– Restinni hráefnunum er síðan bætt við hægt og rólega.
– Deigið látið hefast í 45-60 mín. í skálinni með viskastykki yfir.
– Á meðan deigið er að hefast græja ég plöturnar og áhöldin sem ég þarf til að búa til snúðana.
– Fletjið deigið út á borðið með smá hveiti undir svo það festist ekki við.
– Deigið penslað með mjúku smjöri og kanilsykri stráð vel yfir.
Ég persónulega vill mikinn kanilsykur og spara hann ekki.
– Deiginu rúllað upp með fyllingunni og skorið í litla bita.
Mér finnst best að nota pizzahníf í að skera.
– Passa þarf að hafa snúðana svipað stóra svo þeir bakist jafnt í ofninum.
Mér finnst gott að taka alla minni snúðana & setja á sér plötu í lokin.
– Ofninn hitaður á 180 & blástur og snúðarnir látnir vera í 10-15 mín eða þar til þeir eru orðin gul brúnir.
– Takið snúðana út og leyfið þeim að kólna en breiðið síðan eitthvað yfir þá til að halda þeim mjúkum.
Ég fékk 100 snúða úr þessari uppskrift en það voru 4 plötur.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*