Við erum oft með Kebab úr afgöngum. Í kvöld vorum við með afgang af kjúklingasalati og notuðum það.
Við notuðum þá sama salat frá því kvöldinu áður. Við þurrsteiktum og krydduðum síðan kjúklinginn sem var afgangs.
Aðferð :
Við byrjum á því að steikja lauk, rauðlauk & papriku á pönnu þar til allt er orðið vel sósað saman.
Næst þurrsteikjum við kjúklinginn og tætum hann niður í mjög litla bita.
Kjúklingurinn er síðan kryddaður en Frans er mjög duglegur að prufa ný krydd enda fullur skápur af allskonar kryddum á þessu heimili.
Í kvöld notaði hann – Cumen, koriander, tandoori, smá kanill & cayenne pipar. Þetta krydd er alls ekkert heilög uppskrift og hægt að krydda með hvaða kryddi sem er.
Ferskt grænmeti er síðan skolað og skorið niður eftir smekk. Við vorum með – Kál, gúrku, papriku.
Kökurnar sem okkur finnst bestar í þetta eru stærstu kökurnar í bónus frá TexMex en það kemst mest í þær.
Kebabsósa :
Niður skorin gúrka (best að skera miðjuna úr svo sósan verði ekki eins vatnskennd)
Ein dós af grísku-jógúrti frá Bíó Bú
Smá Agave sýróp
Pipar
Salt
Þessu öllu er síðan skellt í kökur og rúllað upp svo allir endar séu lokaðir.
Við erum síðan með pönnuna sem kjúklingurinn var steiktur á ennþá heita og leggjum síðan vefjuna með öllu inn í á pönnuna og hitum vefjuna í ca 1 mín.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*