solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Flokkur:

Lífið & tilveran

    GLASGOW
    Lífið & tilveran

    GLASGOW

    Sólrún Diego

     

    Ég ákvað að deila annarri Glasgow færslu þar sem mikið var spurt út í hina færsluna sem var á Mamie.is. Hér eru sirka sömu upplýsingar, vona að þetta nýtist einhverjum 🙂
    Íslendingar fara mikið til Glasgow og þá bara til að versla enda er ekkert að skoða þarna nema búðir! Fyrir þá sem vilja skoða fallega staði og eitthvað annað en búðir mæli ég með að taka rútu eða lest yfir til Edinborgar en þar er virkilega fallegt og tekur aðeins 45 mínútur að ferðast á milli.

    Ég hef alltaf flogið með Icelandair og tekið morgunflugið sem er kl.7:30. Sá tími hentar ótrúlega vel fyrir svona helgarferðir en þá er maður að lenda rétt fyrir 10:00 að morgni og nýtist þá allur dagurinn í allskonar skemmtilegt, en búðirnar opna 8-10.  En þið sem eruð með með á Snapchat sáuð að það var mega vesen með flugið okkar heim, öll skiptin sem ég hef farið út til Glasgow hefur alltaf verið seinkun eða eitthvað vesen. Easy Jet á líka að vera með hagstæð flug til UK og mun ég klárlega skoða það næst.

    Ég hef bara prufað eitt hotel úti og finnst mér það mjög fínt. Það er á geggjuðum stað og mjög ódýrt. Helgin hefur aldrei kostað meira en 25.000 fyrir herbergið. Hotelið er eins og ég sagði mjög fínt en ég hef alveg verið á flottara hoteli en mér finnst gæðin ekkert skipta brjáluðu máli þegar maður rétt svo sefur þarna í 2-3 nætur. Hotelið heitir Arrto og er á Hope street sem er alveg við Central station. Einnig er fínn matur á hotelinu sem er algjör plús að mínu mati.

    Þegar maður kemur út af flugvellinum er strætó nr.500 sem stoppar þar beint fyrir utan. Ég hef keypt miða í hann sem er frá flugvellinum og síðan frá hotelinu aftur upp á völl. Miðinn í strætóinn er mjög ódýr en hann er á 10 pund sem er 1.400kr. Strætóinn tekur 10-15 mín að hotelinu en stoppustöðin heitir Central Station og stoppar hann nokkrum skrefum frá Arrto hotelinu. Ef þú ert að fara beint eftir þessum leiðbeiningum mínum þá ferðu niður Hope Street til vinstri eftir að Strætóinn setur þig út og þá kemur hotelið á vinstri hönd eftir 1-2 min labb.

    Á leiðinni heim hef ég tekið flugið á sunnudeginum kl.13:20 og þá er maður ekki í neinu stressi með að vakna snemma. Við fórum út frá hotelinu kl.11 og löbbuðum upp að Waterloo götunni þar sem strætóinn nr.500 stoppar og skular manni beint upp á völl. Strætóinn er alls ekki lengur en Taxi en ég hef prufað það líka. Taxinn má ekki skutla manni alveg upp að vellinum nema um flugvallar-taxa sé að ræða og eru þeir mjög dýrir. Ég mæli þá frekar með að láta hotelið hringja á taxa þar sem flest hotel eru með sér díl á leigubílnum hjá sér fyrir gesti. Leigubíllinn hefur verið að kosta 5 – 7.000,- kr upp á völl.

    Búðirnar eru endalaust margar og eru alveg 4-5 stórar götur sem liggja í ákveðinn hring á samt 3 mollum og tveimur Primark búðum í sama hringnum. Það er alls ekki erfitt að finna búðirnar þarna en ég læt fylgja með nokkrar myndir frá hotelinu að verslunum og veitingastöðum.

    Verslunargötur:

    Veitingastaðir:

    Mikið hefur verið spurt hvar ég versla barnaföt á Maísól en hingað til hef ég farið mikið í H&M, Next, Primark, JD, River Island, GAP, ZAR, Foot Locker & Dr. Martens.

    Matur og drykkir eru á mjög góðu verði þarna úti og hef ég aldrei fengið vondan mat. Ég hef borðað á 3 mjög flottum veitingastöðum þarna úti en annars er Mc Donalds líka í miklu uppáhaldi. Minn allra uppáhalds staður er Topolabamba og er hann Mexíkanskur. Maturinn þar er sjúklega góður en ég mæli með að panta borð á netinu hjá þeim nokkrum dögum áður til að vera 100% viss um að fá borð. Þeir eru með litla rétti og bera þá fram svipað og Tapas hérna heima. Við borðuðum t.d. 10 rétti og 7  drykki og borguðum 12.000 kr fyrir það sem er ótrúlegt! Einnig fórum við á mjög gott steikhús sem heitir Miller & Carter. Þar var líka ódýrt að borða en forréttur,  steikur fyrir okkur bæði og 6 drykkir kostaði undir 10.000 kr. Jamie Oliver staðurinn er líka ótrúlega flottur og mjög góður matur svo hann fær að fylgja með í þessari upptalningu. Allir þessir veitingastaðir eru í göngufæri við hotelið.

    Ég elska versla þarna og sérstaklega barnaföt. Ég fór þarna ólétt og verslaði bókstaflega allt fyrir Maísól fyrir fyrstu 7 mánuðina og það kostaði mig 60.000, En ég kom þá heim með 3 fullar töskur svo þetta er mjög hagstætt í svoleiðis. Einnig hef ég farið þarna með vinkonu minni og vorum við þá í aðeins öðruvísi ferð en  skemmtistaðirnir þarna og pub-lífið er mjööög skemmtilegt líka og mæli ég þá með skemmtistaðnum Bamboo. Síðan fórum við Frans í paraferð og var það alls ekki síðra. Ég mæli svo mikið með þessum stað til að versla! Ef þið eruð með einhverjar fleiri spurningar þá getið þið bara sent mér línu og ég svara ykkur eftir bestu getu !

    *Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

    GLASGOW was last modified: September 19th, 2017 by Sólrún Diego
    September 11, 2017 0 athugasemd
    2 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Lífið & tilveran

    London – Myndir

    Sólrún Diego September 6, 2017
    1 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Lífið & tilveran

    Markmið & Skipulag

    Sólrún Diego August 31, 2017

    Hingað til hef ég ekki skrifa færslur hér inn sem tengjast mér persónulega, aðallega ég að dreifa mínum boðskap og…

    33 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • Lífið & tilveran

    Ný Gleraugu

    Sólrún Diego August 30, 2017

    Ég pantaði mér gleraugu á netinu aðallega í forvitni. Ég sé alls ekki illa en ég verð mjög þreytt í…

    3 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninLífið & tilveranVeislur

    Afmæli Maísólar

    Sólrún Diego August 13, 2017

    Loksins fékk Maísól afmælisveisluna sína en hún varð 2ja ára 13.júlí þegar við vorum á Ítalíu. Hún er mikið búin…

    43 Facebook Twitter Google + Pinterest
  • BörninLífið & tilveranMeðganganUncategorized

    Fæðingarsaga – Maísól

    Sólrún Diego July 31, 2017

    Ég er oft mjög forvitin að heyra fæðingarsögur annarra og veit að margir eru eins og ég, sérstaklega konur með…

    32 Facebook Twitter Google + Pinterest
Nýjar færslur
Eldri færslur

Sólrún Diego

Tuttugu & níu ára, tveggja barna móðir & eiginkona sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu & lífsstíl !

Vinsælast

  • 1

    Markmið & Skipulag

    August 31, 2017
  • 2

    Bananabrauð

    August 10, 2017
  • 3

    Kókoskúlur

    October 24, 2017

Instagram

Hafa samband

Facebook Instagram Email