Ég hef verið að safna lista yfir skemmtilega hluti til þess að gera með krökkunum eftir leikskóla & um helgar. Ég er sammála því að oft er gott að fara heim í lok dags & slak á en stundum er bara betra að hafa eitthvað fyrir stafni eins & að leira eða lita sem er róleg stund svo þau séu ekki að pirra hvort annað fram að mat. Ég er ekki hlynnt því að þau horfi mikið á sjónvarp & eins og er eiga þau ekki iPad.
En hér er listinn yfir allskonar hugmyndir til þess að geta haft í bakhöndinni <3
HEIMA :
Kubba
Púsla
Spila
Perla
Leira
Búa til leir
Trölladeig
Lita
Mála
Föndra
Baka
Skoða bækur
Leyfa þeim að hjálpa að elda
Partý – spila háa tónlist & dansa
Búa til tjald úr teppum & koddum
Leika í eldhúsinu með áhöld & potta
Búningapartý
Bíókvöld
_________________________
ANNAÐ :
Bókasafnið
Sund
Fjöruferð
Strætóferð
Róló
Göngutúr
Hjólatúr
Heimsóknir
Hittast með babies
Skoða hesthúsin (Bíltúr)
Gefa kanínunum í Elliðaárdal
Norræna húsið
Tjörnina
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*