Það sem þarf:
3 eggjahvítur
100 gr púðursykur
100 gr sykur
150 gr Eitt sett lakkrískurl
150 gr súkkulaði eða annað eftir smekk
Aðferð:
Eggjahvíturnar, sykur & púðursykurinn sett í mjög hreina & þurra hrærivélaskál
Hrært saman í ca 8-10 mín eða þar til blandan haggast ekki úr skálinni þegar henni er hvolfað
Namminu svo blandað við með sleif í lokin
Deigið sett á bökunarpappír með skeiðum, ca allir jafn stórir
Bakað á blæstri á 150°c í 20 mín
Ég veit ekki hversu oft ég hef bakað toppa & þeir hafa fallið eða ekki bakast í gegn, límst við bökunarpappírinn & það er óþolandi!
Það sem mér hefur fundist virka best fyrir mig er að hræra eggin & sykurinn mjög lengi, hafa ofninn vel heitan áður en ég nota hann & svo baka í 20 mín
Sumir ofnar eru orðnir gamlir eða baka ekki jafnt & þá er það soldið erfitt, en á mínum ofni þarf ég oft að lækka aðeins hitann svo ég geti bakað þá nógu lengi svo maður verður að finna hvað virkar best




