Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að ég sé rjómasósu & osta sjúk!
Sósan í þessari uppskrift er sú sama og er í kjúklingaréttinum hjá mér & mæli ég klárlega með að prufa hann líka!
Þessi uppskrift er mín klárlega ein af mínum ,,mömmu-uppskriftum,, sem auðvelt er að gera með börn hangandi yfir sér á erfiðum tíma – en það tekur mig tæpar 15 mínútur að gera þennan rétt sem er geggjað!
Fyrir 4-6
ÞAÐ SEM ÞARF :
Pasta 500gr ca
1x Matreiðslurjóma
1x Villisveppaost
1x Hvítlauksrif
4x Stóra sveppi
1x Lauk
1x nautatening
Smjör til að steikja upp úr
1dl Pastavatn
Það er hægt að leika sér með mismunandi osta – Ég nota mikið paprikuostinn & er þá með skinku, lauk & papriku með.
AÐFERÐ :
1. Pastað sett í pott ( ég set olíu & salt með í pottinn)
2. Smjörsteikja sveppi, lauk & hvítlauk
3. Rjómanum bætt út á
4. Villisveppaosturinn rifinn niður með rifjárni eða skorinn smátt & bætt út á
5. Nautateningurinn mulinn yfir & allt látið bráðna vel saman
6. 1dl af pastavatni bætt út á sósuna þegar osturinn er bráðinn í sósunni
7. Pastað sigtað frá vatninu & bætt við sósuna
8. Smá rifinn ostur yfir áður en borið er fram er smá extra – Mæli með að prufa ostinn Tindur !
Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í sósuna…
*Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi*