Mig langar að deila með ykkur listanum sem ég hef við hendina þegar ég fer á Þjóðhátíð.
Þessi listi á þá við um það sem ég er með í bakpokanum fyrir dalinn, en síðustu ár hef ég einungis verið að fara í nokkra klukkutíma en ekki heila helgi eins og hér áður 😀
En ég vona að þessi listi komi sér vel fyrir einhverja og þá sérstaklega fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skiptið og vita ekki alveg út í hvað þeir eru að fara.
Bakpoki :
Brúsi = Ég kaupi alltaf í Byko
Belja / Ílát undir bollu = Ég keypti vatnskút í Rúmfatalagernum
Upptakari = Mér finnst gott að vera með í gleri og þá kemur sér vel að vera með einn slíkann
Ruslapoki = Fer ekkert fyrir honum & Gott að geta sett hann undir sig í brekkunni
Teppi = Það verður oft hrollur í manni í brekkunni og gott að vera með lítið teppi
Hleðslubanki = Það er ekkert leiðinlegra en að verða batteríslaus !
Húfa & vettlingar = Ég er alltaf með það bakpokanum ef mér verður kalt!
WC rúlla = Kemur sér alltaf vel 😀 !
*Þegar ég hef verið að fara svona stutt, bara sunnudagsferð hef ég verið með smá nesti með mér, bakað skinkuhorn, kanilsnúða eða pizzasnúða og haft í poka í töskunni. Gott að geta nartað í þegar maður er svangur.
*Einnig hef ég verið með tösku í bílnum í Landeyjarhöfn með þurrum skóm & fötum ef það spáir mikilli rigningu, gott að geta skipt ef maður er rennandi að koma til baka. Og líka snilld að vera með eitthvað ferskt óáfengt að drekka og kannski smá til að narta í á leiðinni heim 😀
Svo er mikilvægast að vera vel klæddur, ganga hægt um gleðinnar dyr og ver góð við hvort annað <3
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*