Um helgina prufaði ég mig áfram með brauðstangir og þá bara úr því sem var til hérna heima. Þetta gæti ekki verið einfaldara og auðvitað hægt að prufa sig áfram með þetta.
Það sem ég notaði :
Pizzadeig
Hvítlauksolía
Salt
Ostur
Pizzasósa
Parmesan
Pizzakrydd
Aromat
Aðferð:
Ég helti hvítlauksolíu yfir botninn og dreifði úr henni með skeið yfir allt deigið.
Stráði aðeins af grófu salti yfir olíuna, mæli alls ekki með því að nota of mikið.
Síðan notaði ég ostinn sem við áttum heima en það var gouda ostur í sneiðum sem ég setti yfir olíuna og aðeins af rifnum osti yfir, skiptir í raun ekki máli hvaða ostur sé notaður en mér finnst gott af hafa nóg af honum.
Ofan á ostinn setti ég aðeins af Aromati, sem er ekkert nauðsynlegt.
Ég stráði síðan parmesan osti yfir sósuna og aðeins af pizzakryddi.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*