Ég fann gamla skjalið síðan bróðir minn fermdist og ætla deila listanum sem við mamma notuðum vegna fjölda fyrirspurna. Vona að hann komi einhverjum að góðum notum fyrir fermingarnar.
Við gerðum kertið, gestabókina & boðskortin sjálf en það tók enga stund og sparaði maaarga þúsundkalla, mæli klárlega með því. Það skapaði líka skemmtilegar stundir saman fyrir ferminguna. Ódýrustu umslögin fengum við á pósthúsinu, kertið í IKEA og gestabókina í Föndru og pappírinn í boðskortin í A4.
M&M -ið létum við gera á mms.com en þeir senda ekki til Íslands og tók það um 2 vikur að koma á hotel í USA.
Við vorum með svart hvítt þema og kom það virkilega vel út en ég skoðaði mikið af hugmyndum á Pinterest og var síðan allt skraut og blöðrurnar frá Partý Vörum.
FERMING
Salur
Veitingar
Kökur
Borðbúnaður
Dúkar
Servíettur ( merktar ? )
Fermingarkerti
Sálmabók
Gestabók
Boðskort + Umslög
Gestalisti ( + Heimilisföng)
Fermingarföt
Fermingarskór
Klipping / greiðsla
Myndataka ?
SKREYTINGAR
Gestabók
Kertastjakar
Kerti
Fermingarkerti
Pom poms
Blöðrur
Servíettur
Rör
Coke í gleri
Bali undir gos
Spjöld til að merkja á hlaðborði
Makkarónur á standi
Lampi
M&M
Fánalengja
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*