solrundiego.is
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir
  • Heim
  • Börnin
  • Heimilið
  • Húsráð
  • Lífið & tilveran
  • Matseðlar
  • Meðgangan
  • Uppskriftir

solrundiego.is

Lífið & tilveran

PARÍS

Sólrún Diego January 29, 2018
PARÍS

Við Frans vorum að fara í annað skipti til Parísar saman og gæti ég ekki mælt meira með þessari borg, allt svo fallegt! Við fórum ekki með neitt sérstakt planað nema gistingu enda komin 36 vikur og var planið bara að njóta.

Hotelið sem við vorum á var ekkert sérstakt eða eitthvað sem mig langar að mæla með. En við borðuðum á nokkrum góðum veitingastöðum bæði kvöldmat og hádegismat. Pizzastaðurinn sem við fórum á vakti mikla athygli enda algjörlega geggjaðar pizzur. Ég fékk mér pizzu með rjóma, skinku & sveppum og var hún algjörlega sturluð og mæli ég með henni!! Staðurinn heitir Le Papacionu Paris.

Á afmælisdaginn minn var Frans búinn að bóka siglingu sem innihélt kvöldmat og var það mjög skemmtileg upplifun. Ég fékk pínu í magann þegar hann fór með mig niður að bátnum en mér hefur alveg tekist að æla í 30 min Herjólfsferð haha! Þrátt fyrir óléttuna og að borða í siglingu varð ég ekkert sjóveik og fann maður alls ekkert fyrir því að vera í bát. En báturinn fór bara temmilega langa ferð og yndislegt að sjá helstu kennileitin í París upplýst frá öðrum sjónarhornum. Þar sem við fórum í siglingu heitir Bateaux Parisiens en mér skilst að það séu fleiri en eitt svona fyrirtæki sem bjóða uppá svipaða þjónustu.

Við fórum síðan í mjög góðan brunch á stað sem heitir Rachel’s Cakes en hann er í Las Marais. Bláberja pönnukökurnar þar voru meiriháttar og mæli ég algjörlega með þeim! Einnig eru mjög skemmtilegar búðir og fallegt þar í kring til að skoða. En við fórum í Beaugrenelle mollið í bæði skiptin og eru allar helstu búðirnar þar.

Einnig fékk ég margar spurningar út í hvað við hefðum skoðað en eins og ég tók fram vorum við ekki í fyrsta skipti þarna og fórum því ekki á alla týpisku túristastaðina. En það sem við höfum skoðað í París og okkur fannst  gaman að sjá er bara þetta týpiska  :

Eiffel
Notre Dame
Sacre Coeur
Louvre
Montmartre
Champ Elysees
Moulin Rouge
Pont Des Arts
The Big Wheel


Og svo er sjúklega gaman að leigja sér hjól og hjóla um og skoða 🙂

 

*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

PARÍS was last modified: January 29th, 2018 by Sólrún Diego
0 athugasemd
1
Facebook Twitter Google + Pinterest
Sólrún Diego

fyrri færsla
Brún lagkaka
næsta færsla
FERMINGAR TO DO LISTI

You may also like

Þjóðhátíð

August 1, 2018

Afmæli Maísólar

August 13, 2017

SUMARFRÍ

July 4, 2018

BRÚÐKAUP

October 22, 2019

Helgin

September 18, 2017

Fyrstu dagarnir…

March 14, 2018

Ný Gleraugu

August 30, 2017

FERMINGAR TO DO LISTI

January 30, 2018

Markmið & Skipulag

August 31, 2017

London – Myndir

September 6, 2017

Skrifa Athugasemd Hætta við svar

Nýjustu færslur

  • HÁRUMHIRÐA

    November 25, 2019
  • INDVERSKUR BORGARI

    November 15, 2019
  • BRÚÐKAUP

    October 22, 2019
  • PASTA Í RJÓMASÓSU

    October 13, 2019

Instagram

No images found!
Try some other hashtag or username

Hafa samband

Facebook Instagram Email