ATH þessa þarf að gera í hrærivél – Til eru aðrar uppskriftir af hnoðuðum
Hráefni
500 gr smjörlíki, mjúkt
600 gr púðursykur
4 egg
1 kg hveiti
3 msk kakó
4 tsk kanill
4 tsk negull
2 tsk matarsódi
2 tsk Brúnkökukrydd (má sleppa)
5 dl mjólk
Aðferð
Ofninn hitaður í 200°C.
Smjörið og púðursykurinn hrært vel saman og bætið síðan eggjunum út í, einu í einu.
Þurrefnunum blandað út í og þynnt með mjólkinni.
Passa þarf að hræra ekki lengi eftir að hveitið fer út í svo kakan verði ekki seig.
Deiginu er skipt í 4 hluta eftir stærð ofnplötu.
Deigið smurt á bökunarpappír og sléttið vel út.
Bakað í 10-13 mínútur.
Þegar allir hlutarnir eru orðnir kaldir er smjörkreminu smurt ofan á sléttu hliðina og raðað saman og skorið í kubba.
Best er að pakka hverjum kubb inn í bökunarpappír og síðan plastpoka yfir og beint inn í frysti.
Kakan er síðan tekin úr frysti og borin fram köld.
Smjörkrem
750gr smjöri
1250gr flórsykur
5 eggjarauður
vanilludropar – Eftir smekk
Gott er að byrja á að gera helmings uppskrift af kreminu og gera síðan hinn helminginn.
Mér finnst skipta miklu máli að hafa vel af kremi á milli og geri þessvegna svona stóra smjörkrems uppskrift.
Úr þessari uppskrift koma 6 kubbar af kökum.