Bakstur

Kókoskúlur

Ég elska einfaldar og fljótlegar uppskriftir en kókoskúlurnar eru einmitt eitt það auðveldasta í bakstri.
Tilvalið að gera með krökkunum!

 

Það sem þarf : 

2 tappar vanilludropar/vanillusykur
1 1/2 dl Kókosmjöl
3 dl Haframjöl
100 gr. Smjör
2 msk. Kakó
2 msk. Vatn
1 dl Sykur

Öllu er blandað saman í skál og hnoðað vel saman.

Búið til litlar kúlur, ca einn munnbiti, því minni því betri að mínu mati 🙂
Rúllið kúlunum upp úr kókosmjöli.
Gott er að setja kúlurnar í kæli í smá stund áður en þær eru borðaðar en það er ekki nauðsynlegt.
En best að geyma þær í kæli.

Einnig er hægt að minnka sykurinn, sleppa honum alveg eða nota stevíu.

Það er ótrúlega gamana að leyfa krökkunum að taka þátt í eldhúsinu og finnst mér þá þessi uppskrift brillant þar sem hún tekur stuttan tíma, hún getur hjálpað mér og engin bið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *