Ég held ég hafi ekki fengið eins margar spurningar út í neitt eins og þessa blessuðu fataslá sem við erum með inni í herbergi. Fatasláin er í raun gardínustöng sem ég útbjó í herberginu hjá okkur. Okkur bráð vantaði auka pláss fyrir flíkur og nýtist þetta mjög vel. Þetta er frábær lausn á góðu verði. Einnig erum við með eins slá í geymslunni fyrir yfirhafnir og útiföt sem ekki komast fyrir í forstofuskápnum.
Samkvæmt IKEA síðunni þá tekur sláin 5kg en við erum með mikið þyngra en það hangandi á slánni og hún hefur ekkert gefið sig eða bognað undan ennþá. Mæli bara með því að festa hana almennilega upp, ekkert skíta mix. Einnig hengdi ég upp svona slá í herbergi litla bróður míns sem er 14 ára og kemur það mjög vel út þar.
Að setja slánna upp kostar undir 1.000 kr sem er brilliant.
Nokkrar algengar spurningar:
Ná herðatréin að vera bein?
Nei ég er með þau aðeins á ská eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.
Heldur sláin öllum fötunum?
Já hefur aldrei verið neitt vesen
Það sem ég er með :
Gardínustöng
Festingar
Hnúðar
Herðatré
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*