Hingað til hef ég ekki skrifa færslur hér inn sem tengjast mér persónulega, aðallega ég að dreifa mínum boðskap og hvernig ég hátta hlutunum heima við. Mér finnst það verða einhæft til lengdar og langar mig að deila fleiru með ykkur hér heldur en bara því sem tengist börnum og heimilinu.
Ég gerði nokkra tilfinningar færslur á Mamie.is þegar hún var uppi og fannst mér gott að setjast niður og ,,létta,, á mér hugsunum mínum og því sem mig langaði að gera. Hvort sem það voru markmið eða bara vangaveltur. Nú er ég með stóran miðil sem ég gæti nýtt mér í að tala beint út við mína fylgjendur en sumt finnst manni erfitt að tala um fyrir framan svona marga og sumt finnst mér einfaldlega auðveldara að skrifa.
Ég byrjaði alltof seint að læra setja mér markmið. Ég man íslensku tímana í grunnskóla þar sem kennarinn var að segja hversu mikilvægt væri að kunna setja sér markmið. Fyrir gelgjuna sem ég var á þeim tíma sá ég engan tilgang í að punkta hjá mér markmið!
En eftir að ég átti Maísól og lífið tók þessa yndislegu u-beygju og farin að hugsa um annan einstakling en bara mig sjálfa fann ég fyrir kvíða yfir allskonar hlutum. Kvíða yfir allskonar óþarfa hlutum og stærri hlutum sem skiptu meira máli. Ég ræddi þetta mikið við Frans og skildi ekki þessa líðan hjá mér. Mér fannst ég stundum ekki þekkja sjálfan mig enda farin að hætta svara fólki, hætta vilja gera það sem ég elska og mikið meira sem var út fyrir minn karakter.
Ég ákvað að setjast niður með sjálfri mér og skrifa hjá mér á lítinn miða allt sem mig langaði að gera og allt sem ég átti eftir að gera. Ég skipti þessum langloku lista síðan í nokkra flokka sem ég þurfti síðan að vinna úr. Bara það að koma öllum mínum áhyggjum og stressi niður á einn miða var þvílíkur léttir. Þarna fann ég hvað skipulagið gerði mikið fyrir mig. Ég hef nú alltaf verið mjög skipulögð en aldrei þurft að skrifa neitt hjá mér fyrr en jú brjóstaþokan fór að taka öll völd.
Tilfinningin að vera búin að koma hugsunum & hlutum sem maður á eftir að koma í verk niður á einhvern lista er eins & að stíga úr hvirfilbyl fyrir mig. Með því að halda góðu skipulagi næ ég að halda heimilinu eins & ég vil hafa það. Ég er oft beðin um listana sem ég er með fyrir mig sem tengist minni rútínu en ég er á því að hver & einn verði að finna sitt skipulag fyrir sína rútínu. Hugmyndir af listum er auðvitað annað en listarnir sem ég geri mér eru :
Matseðill
Innkaupalisti
Vikuplan
Vikuþrif
Matseðill
Mér finnst gott að plana fram í vikuna mat til að einfalda mér lífið með 2 börn.
Spurningin hvað eigum við að borða eða hvað eigum við að hafa í matinn er löngu orðin þreytt, skyndibiti & óskipulagðar búðarferðir eru einnig virkilega þreytt & óþarfa kostnaður að mínu mati. Auðvitað er hægt að gera vel við sig en þegar maður er með fullt eldhús af mat á ég erfitt með að réttlæta það að fá mér skyndibita. Ég frekar reyni að hafa góðan mat á matseðlinum hjá mér sem mig langar virkilega í. Að halda matseðli er ákveðinn agi & getur tekið smá tíma að venjast. Gott er að byrja á 2-3 dögum & bæta svo við fleiri dögum þegar planið er farið að ganga upp. Ég set mat á ákveðna daga en það gengur ekki alltaf 100% upp & þá er maturinn nýttur í aðra máltíð eða færður um dag.
En þetta er okkar plan & auðvitað hentar ekki allt öllum…
Svona lítur listinn okkar út & Deili ég honum með Frans í Notes í iPhone.
Innkaupalisti
Þegar ég hef ákveðið hvað sé í matinn í vikunni & búin að fara í gegnum alla skápa í eldhúsinu þá geri ég innkaupalista.
Ég reyni að gera matseðilinn út frá því sem er til heima til að koma í veg fyrir matarsóun, minni útgjöld & allir sáttir!Ég skipti litstanum mínum upp eftir búðinni sem ég versla mest í til að auðvelda mér innkaupin.
& svo bætum við auðvitað á listann yfir vikuna þegar eitthvað vantar en við deilum þessum lista saman í Notes.
Vikuplan
Mér finnst mjög gott að halda skipulagi yfir vikuna mína. Ég var með allt í Calendar í símanum en fannst svo ,,mikið vesen,, að breyta og bæta á þann lista og komst svo upp á lagið með að nota Notes fyrir vikuplanið mitt.
Ég byrja alla daga eins ,,Ganga frá eftir morguninn & búa um & opna út,, & restin er svo óráðin. Á þessum lista er ég með allt vinnutengt, allt tengt heimilinu, tengt því sem ég á eftir að gera ásamt því sem tengist krökkunum, æfingar, læknistímar & annað…
Vikuþrif
Þessum lista hef ég oft deilt á samfélagsmiðlum & er hann mismunandi eftir vikum & ástandi á heimilinu. En mér finnst gott að byrja á því að ganga frá öllu heima & gera listann eftir þörfum áður en ég byrja svo ég haldi mér við efnið & fari ekki að gera eitthvað allt annað en ég ætlaði mér að gera…
En svo er ég með allskonar aðra lista í Notes – td. með yfir það sem mig langar að gera heima, framtíðarplön, markmið, lista yfir stóra To-Do listann minn sem ég get svo dreift yfir á vikuplanið mitt, lista yfir það sem mér finnst gott að taka með í frí/ferðalög & ég gæti lengi talið áfram. Ef þú hefur gert lista ekki þá henda honum, það er gott að glugga í þá & fá hugmyndir þegar þú gerir svipað næst.
En síðan ég byraði að skipuleggja mig vel þá hef ég nokkrum sinnum labbað á vegg og verið að drepast úr stressi eða kvíða og svolítið þurft að núllstilla mig. Ég á það til að taka of mikið að mér í einu, langa sigra heiminn helst í gær og þá er nauðsynlegt fyrir fólk eins og mig sem miklar oft minnstu hluti fyrir sér að aðeins slaka á og fara yfir málin. Ég er alveg týpan sem er farin að spá í hvernig ég ætla pakka inn jólagjöfunum eða hvaða smákökur ég ætla bara í lok sumars haha!
Pointið með þessari færslu er það að í dag labbaði ég enn og aftur á þennan vegg. Eins vont og það er að líða svona er samt svo gott að setjast niður og taka sig aðeins í gegn og skipuleggja sig. Ég er ekki frá því að þetta gerist alltaf hjá mér í byrjun sumars og byrjun vetrar, það er eitthvað við nýja kafla í lífinu. Allt í einu er fólk farið að plana fram að jólum og þá fer hausinn á fullt. En þá er gott að þekkja sjálfan sig og grípa inn í áður en ástandið verður verra.
Ég ætla allavega að eyða kvöldinu í að skipuleggja sjálfan mig og eiga súper dag á morgun, eigið gott kvöld <3
xx
*Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi.
2 athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu með okkur, þú ert ótrúlega dugleg ❤️
<3