Ég pantaði mér gleraugu á netinu aðallega í forvitni. Ég sé alls ekki illa en ég verð mjög þreytt í augunum í tölvunni, yfir sjónvarpinu og þegar ég er að keyra í myrkri. Ég ákvað að slá til og panta mér ný gleraugu þar sem ég hef ekki notað mín í mörg ár.
Gleraugun pantaði ég á Eye Buy Direct síðunni og tók það 10 daga að koma til landsins og komu þau upp að dyrum með DHL. Umgjarðinar eru mis dýrar en mín var í dýrari kantinum og kostaði mig 5.990 með sendingu og síðan 2.000 kr hjá DHL sem gerðu þetta að 8.000,- kr.
Ég er virkilega ánægð með gleraugun og eru þau mjög vegleg miðað við verð. Á síðunni er hægt að smella á TRY ON og setja mynd af sér og ,,máta,, gleraugun síðan á sig til að sjá sirka hvernig þau koma út. Gleraugun sem ég fékk mér heita Thin Line og er hægt að skoða þau hér.
*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*