Mamma kenndi mér þessa frábæru aðferð en það sem ég elska við hana er að maður þarf ekki að standa yfir pönnunni og passa að fiskurinn sé að brenna við. Einnig er æði að engin bræla kemur frá pönnunni! Þessi aðferð er mjög auðveld og ættu allir að geta gert!
Ég tek edfast mót og set smjör klípur í botninn ásamt einum stórum lauk.
En laukurinn er ekki nauðsynlegur með í formið fyrir þá sem ekki vilja lauk.
Síðan er fiskflökin lögð yfir smjörið og laukinn og aðeins af smjöri sett ofan á fiskinn.
Eldfasta mótið er síðan sett inn í ofn í 20 mínútur á 200 gráður.
Gott er að fylgjast með fisknum síðustu 5 mínúturnar og hækka aðeins hitann og setja á grill til að fá fallega áferð á fiskinn í lokin.
Síðan finnst mér best að bera fiskinn fram með smá steiktum lauk, kokteilsósu, salati og kartöflum.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*