Loksins, loooksins kemur þessi færsla !!!
Þessa pizzu tekur enga stund að græja, en það tók mig 9 mín að gera hana svo ég mæli með að búa til svona í næsta matarboði eða saumaklúbb!! Aðeeeeins að breyta til ! Þetta er bara alltof gott ooog einfalt !
Það sem notaði :
Kanilsnúðadeig / pizzadeig
Nutella
Banana
Jarðaber
Flórsykur
Það er hægt að nota hvaða ávexti sem er en mér finnst bananinn og jarðaberin koma mjög vel út saman og mæli með því kombói.
Vinsæl spurning ,,Settiru eitthvað á deigið áður en það fór inn í ofn?”
Nei bara inn í ofn í 5 mín á 200°c og blástur ! 😀
Á meðan deigið er í ofninum græja ég ávextina.
Ég maka Nutellanu á deigið á meðan það er heitt svo það bráðni vel og verði meðfærilegra.
Best er að skera pizzuna með pizzaskera áður en ávextirnir eru settir ofan á.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*