Ég elska að henda í auðveldar en svo ótrúlega góðar eggjanúðlur þegar maður nennir ekki að standa í að elda. Þegar ég sýni frá þessum núðlum á snapchat loga allar línur og fólk heimtar uppskrift!
Svo ég ætla láta verða að ykkar óskum og reyna setja smá uppskrift saman hér. Þær eru aldrei eins en grunnurinn er nú oftast sá sami. Þetta er voða mikið bara það sem er til í ísskápnum hverju sinni.
Það sem þarf:
Núðlur
Egg
Grænmeti eftir smekk
Hvítlaukur
Chilli
Núðlurnar eru soðnar í potti og hvítlaukur og chilli steikt á pönnu. Síðan er grænmetið og eggjunum bætt við á pönnuna og allt vel steikt saman. Þegar núðlurnar eru tilbúnar eru þeim skellt á pönnuna með. Við steikjum oft skinku eða afgangs kjúkling með ef það er til, en alls ekki nauðsynlegt. Gott er að setja sojasósu, hoisin, ostru eða fiskisósu út á meðan allt er að steikjast.
Hver og einn verður svolítið að finna hvað þeim finnst best.
Ég nota síðan Hoisin sósuna yfir allt eftir að ég set þær á diskinn minn enda gæti ég drukkið hana !!
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*
1 athugasemd
[…] þriðjudagur Eggjanúðlur með grænmeti & sósu […]