Mín uppskrift er aðeins öðruvísi en hefðbundnar Carbonara uppskriftir. Ég er alls ekki mikið fyrir beikon einfaldlega vegna þess að mér finnst bragðið yfirgnæfandi og fæ leið á því strax. Þegar ég hristi þessa uppskrift fram úr erminni þá notaði ég bara það sem var til heima og kom þá pepperoni í staðinn fyrir beikon. Að steikja pepperoni, lauk og hvítlauk saman er himnesk blanda og mæli ég með að prufa !!
Það sem ég notaði:
Pasta (spagetti)
Pepperoni
Hvítlaukur
Rifinn ostur
Parmesan
1/2 Laukur
2dl Rjómi
3 egg
pipar
Salt
Ég byrja á því að steikja lauk, hvítlauk og pepperoni á pönnu með smá olíu. Læt það malla þangað til laukurinn er orðinn vel gylltur. Sýð pastað á meðan, þarf alls ekki að vera spagetti, má vera hvaða pasta sem er.
Helli síðan því sem er á pönnunni í skál og læt það bíða á meðan ég helli rjómanum, ostinum, eggjunum og kryddinu á pönnuna á mjööög lágum hita og læt það þykkna aðeins á meðan ég hræri. Þarna þarf að passa að eggið bakist ekki á pönnunni við of háan hita og hlaupi í kekki.
Síðan blanda ég úr skálinni á pönnuna og leyfi því að malla í smá stund. Að lokum bæti ég síðan Pastanu við. Ég ber þetta síðan fram með parmesan og hvítlauksbrauði, njótið.
*Þessi færlsa er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*